is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35145

Titill: 
  • Efnasmíðar og byggingarákvörðun 2,3-setinna fenazín 5,10-díoxíða með bakteríu- og æxlishemjandi virkni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hliðstæður fenazín 5,10-díoxíða hafa sýnt frumudrepandi eiginleika in vitro og eru talin hafa möguleika sem krabbameinslyf í framtíðinni. Það er vegna sértæks verkunarmáta sem lýsir sér í aukinni frumudrepandi virkni við súrefnissnauðar aðstæður eins og er algengt einkenni krabbameinsfrumna í örum vexti. Þar má sérstaklega nefna árangur þeirra í prófunum á AML frumulínum (bráðahvítblæði) en einnig í dýratilraunum (v79 frumur í kínverskum hömstrum). Þau hafa ekki verið rannsökuð í eins miklum mæli á síðari árum þegar kemur að sýkladrepandi eiginleikum. Þó hefur verið sýnt fram á mikla virkni nokkurra þeirra gegn ákveðnum tegundum Gram-jákvæðra og Gram-neikvæðra baktería. Náttúrulega fenazín 5,10-díoxíðið myxín hefur að auki sýnt mikla breiðvirkni. Aukin tíðni sýklalyfjaónæmis hefur orðið til þess að farið er að líta til annarra kosta en hinna hefðbundnu sýklalyfja þegar kemur að þróun nýrra sýklalyfja. Þar hafa fenazín 5,10-díoxíð afleiður sýnt ákveðna eiginleika sem gætu komið að notum.
    Smíðaðar voru fjórar 2,3-setnar fenazín 5,10-díoxíð afleiður með svokölluðu Beirút hvarfi og var efnabygging þeirra síðan staðfest með 1H, 13C NMR og MS greiningum. Ætlunin var að framkvæma prófanir á bakteríuhemjandi virkni efnanna gegn S. aureus og E. coli. en það fórst fyrir af óviðráðanlegum orsökum.

Samþykkt: 
  • 4.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð-hrm.pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-hrm.pdf16.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF