Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35146
Í ritgerð þessari er leitast við að varpa ljósi á eftirlitsúrræði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu, með sérstakri áherslu á sjálfstæð stjórnvöld, ásamt umfangi þeirra og takmörkunum í samanburði við heimildir nefndarinnar gagnvart ráðherra. Þá er því lýst hvernig eftirlitshlutverk þingnefnda Alþingis var styrkt í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þannig er í upphafi fjallað með almennum hætti um þingeftirlit. Þá er fjallað um stöðu og hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og í kjölfarið vikið að eftirlitsúrræðum nefndarinnar frá almennu sjónarhorni og fjallað stuttlega um beitingu þeirra. Loks er fjallað um sérstöðu sjálfstæðra stjórnvalda gagnvart þingeftirliti og rannsakað hvernig eftirlitsúrræðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður beitt auk þess sem varpað er ljósi á mál sem komið hafa upp í því sambandi og álitamál sem tengjast mörkum eftirlitsvaldsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Staða og hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.pdf | 509.66 kB | Lokaður til...01.06.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 283.01 kB | Lokaður | Yfirlýsing |