is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35147

Titill: 
  • Áhrif fyrirmynda á náms- og starfsval ungmenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar var kannað hvers konar fyrirmyndir ungmenni áttu sér og hins vegar hvaða áhrif þau álitu að fyrirmyndir þeirra hefðu haft á náms- og starfsval þeirra. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru sex hálfopin viðtöl við ungmenni á aldrinum 18–20 ára. Áhersla var lögð á að finna viðmælendur sem þegar höfðu gengið í gegnum það að velja sér framhaldsskóla til að skoða hvaða ástæður lægju að baki því vali. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að allir viðmælendurnir áttu sér einhverjar fyrirmyndir og gerðu sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að eiga sér fyrirmynd. Öll ungmenni rannsóknarinnar nefndu foreldra sína sem helstu fyrirmyndir sínar og sum þeirra áttu sér jafnframt aðrar fyrirmyndir utan fjölskyldunnar, til dæmis sérfræðinga eða þekkta erlenda einstaklinga. Þau töldu öll að fyrirmyndir hefðu haft áhrif á náms- og starfsval þeirra annaðhvort með beinum eða óbeinum hætti. Þegar einstaklingur velur sér sama starf og fyrirmyndin er um bein áhrif að ræða en óbein áhrif felast í því að fyrirmyndin hafi áhrif á metnað og eljusemi viðkomandi ásamt því að hafa hvetjandi áhrif á einstaklinginn til að fara sínar eigin leiðir. Þrátt fyrir að um fáa viðmælendur hafi verið að ræða kom það skýrt fram að það að eiga sér fyrirmynd, í hvaða formi sem er, skiptir máli fyrir framtíðina. Þessi rannsókn endurspeglar því niðurstöður erlendra rannsókna um mikilvægi þess að ungmenni eigi sér fyrirmynd þegar kemur að náms- og starfsvali, um mikilvægi hvatningar og stuðnings innan fjölskyldunnar og um það hversu mikilvægt er að byrja snemma í námsferlinu að vinna markvisst með starfsferilsþróun einstaklinga.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of this research was twofold; on one hand, to examine what types of role models the subjects had in their emerging adulthood, and on the other hand, the influence their role model had on their education and career choices. This study is based on a qualitative research method, where six open semi-standardized interviews were conducted among four female and two male adolescents, aged 18–20 years. Emphasis was placed on finding individuals who had already chosen a college to see the reasons behind that choice. The results of this study showed that all interviewees had specific role models and realized how important it is to have a role model, as well as being able to define the concept. All interview respondents named their parents as their main role models and some of them also had other non-family role models, such as experts in a particular field or well-known foreign persons. They all acknowledged that the influence of role models had affected their study and career choices, either directly or indirectly. It qualifies as a direct influence when individuals choose the same career as their role models. An indirect influence is when the role models influence the individual‘s ambition and diligence, giving them the encouragement to choose their own path. Although there were not many interviewees, it was quite obvious that having a role model, of any kind, had a large effect on their views towards education and career. This research therefore reflects the findings of foreign researches on the importance of having a role model, the value of encouragement and support within the family for their study and career choices. Finally, the research clearly indicated the importance of applying specific career development methods at an early age in their education.

Samþykkt: 
  • 5.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Hrund Pétursdóttir MA ritgerð1.pdf642.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skemman.pdf806.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF