is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42597

Titill: 
  • Samanburður á sýnatökudýpt, skolaðferðum og ýmsum eiginleikum jarðvegs fyrir mismunandi plöntunæringarefni: Til að styrkja áburðarleiðbeiningar fyrir íslenska bændur
  • Titill er á ensku A comparison of soil sampling depths, extraction methods and soil properties for various plant nutrients: To reinforce fertilizer recommendations for Icelandic farmers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stöðugt þarf að fylgjast með heilsu og frjósemi landbúnaðarjarðvegs til að viðhalda framleiðni hans til matvælaframleiðslu og annarrar þjónustu sem jarðvegurinn veitir. Til að takast á við vaxandi áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir, þurfum við stöðugt að meta þekkingu okkar og þróa verkfæri til að viðhalda heilbrigði og næringarefnajafnvægi jarðvegs. Í þessari rannsókn voru niðurstöðum úr jarðvegsefnagreningum safnað frá árunum 2000-2014 og þær notaðar til að meta almennt næringarástand landbúnaðarjarðvegs á landsvísu. Í þessari rannsókn var sýnum einnig safnað til að bera saman tvær sýnatökudýptir (0-5 cm á móti 0-10 cm) fyrir nokkra eðlis- og efnafræðilega eiginleika sem og fyrir öll aðalnæringarefni jarðvegs, utan köfnunarefnis og þriggja snefilefna, mangans, sinks og kopars. Í þessarri rannsókn eru einnig bornar saman tvær skolaðferðir, gerðar við jarðvegsefnagreningar fyrir bændur og aðra ræktendur. Annars vegar Ammóníum Lactate (AL), aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi í áratugi og hins vegar Mehlich 3 (M3), nýrri aðferð sem var þróuð til þess að skola út snefilefni, jafnt sem aðalnæringarefni úr jarðvegi. Tilraun var gerð til að flokka næringarefni jarðvegsins eftir sýrustigi, rúmþyngd eða lífrænu innihaldi hans. Línuleg fylgni var gerð fyrir ýmis plöntunæringarefni og jarðvegseiginleika, sem ekki eru mæld í almennum jarðvegsefnagreningum fyrir íslenskan landbúnað.
    Niðurstöður úr gagnasafni frá árunum 2000-2014 leiddu í ljós að fosfór og kalíum voru algengustu næringarefnin sem skorti til að ná viðunandi uppskeru. Að meðaltali lækkaði styrkur næringarefna með aukinni sýnatökudýpt en magn allra þeirra jókst, nema fosfórs, sem breyttist ekkert. Bæði styrkur og magn kopars var lágt í jarðvegssýnum, en með aukinni sýnatökudýpt jókst magnið fjórfalt. Samanburður á skolaðferðum sýndi að AL-aðferðin dró að meðaltali meira af næringarefnum úr jarðvegnum, en M3 aðferðin. Línuleg fylgni milli aðferðanna var mest fyrir kalsíum, R2=0,9, en fyrir önnur aðalnæringarefni var R2≈0,8. Með því að flokka jarðvegsniðurstöður eftir sýrustigi, rúmþyngd eða lífrænu innihaldi jarðvegs, kom í ljós að magn næringarefnanna fosfórs og kalíums, urðu ekki fyrir áhrifum af þessum eiginleikum jarðvegs. Magn kalsíums, magnesíums og brennisteins voru hinsvegar háðar þessum eiginleikum. Snefilefni sýndu litla fylgni á milli áðurnefndra jarðvegseiginleika. Línuleg fylgni milli lífræns innihalds í jarðvegi, kolefnis og köfnunarefnis í jarðvegi er mjög mikil (R2>0,95). Það bíður upp á að skipta kostnaðarsamri aðferð út fyrir einfaldari og mun ódýrari aðferð, til að mæla köfnunarefnisinnihald jarðvegs.

  • Útdráttur er á ensku

    Soil health and fertility in agricultural soil has to be constantly monitored to sustain the productivity of soil for food production and other services the soils provide. To rise to the increasing challenges humankind faces, we continually need to evaluate our knowledge and develop tools to sustain our soils´ health and nutrient balance. In this study soil testing results from the years 2000-2014 were used to evaluate the general condition of agricultural soil nationwide. In two years, 2014 and 2015 samples were collected to compare two soil sampling depths (0-5 cm vs 0-10 cm) for some physical and chemical properties as well as for all macronutrients except soil nitrogen and three micronutrients, manganese, zinc and copper. This study also compares two soil extraction methods, Ammonium Lactate (AL), used for soil testing in Icelandic agriculture for decades, against Mehlich 3 (M3), a much newer soil extraction method. An attempt was made to classify soil nutrients by three categories of pH, bulk density and soil organic matter. Linear correlation was done for various plant nutrients and soil properties, which are not measured in general soil testing for Icelandic agriculture.
    Standard soil testing revealed that plant available phosphorus and potassium were the most common plant nutrients lacking for optimum yield. The results also show that the concentration of all soil nutrients dropped, and their quantity in soil increased with increased sampling depth, except for phosphorus where the abundance did not increase with increased sampling depth. The concentration and abundance of copper was low in the topsoil, but the abundance increased four times with increased soil sampling depth. The AL-extraction method extracted more nutrients from the soil than the M3-extraction method, the linear regression between the two methods was best for calcium, R2=0,9, but for other macronutrients the coefficient of determination (R2) was ≈0,8. Categorizing soil samples into three groups of pH, BD and SOM showed that plant nutrients applied in high quantities (phosphorus, potassium) were not influenced by these soil properties, while other macronutrients (calcium, magnesium and sulphur) were. Micronutrients did not show strong correlations between the above mentioned soil properties. The linear correlation between soil organic carbon and soil carbon and soil nitrogen was very high (R2>0,95), which gives the opportunity of replacing a high-cost method with a straightforward and low-cost method to measure soil carbon and soil nitrogen.

Samþykkt: 
  • 16.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SMJ MS-Thesis 2022 FINAL A comparison of soil sampling depths, extraction methods and soil properties for various plant nutrients.pdf1.58 MBTakmarkaðurPDF