is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22088

Titill: 
  • Almenningssamgöngur á landsbyggðinni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Almenningssamgöngur hafa tekið miklum breytingum í nágrannalöndum okkar undanfarna áratugi. Hér á landi er þessi þróun komin skemmra á veg. Á árum áður voru sérleyfi einkaaðila ráðandi en fyrir um áratug fór skipulags á almenningssamgöngum að breytast. Í dag sjá landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hefur séð um almenningssamgöngur á Suðurlandi síðan árið 2012. Almenningur hefur tekið þessu vel en ýmiss vandamál er til staðar.
    Markmið rannsóknarinnar eru tvenn. Hið fyrra felst í að skoða hvernig reglur og rekstrarform hafa breyst og hver ástæða þessara breytinga hafa verið hér á landi. Þetta verður sett í samhengi við þróun málaflokksins í nágranalöndum okkar. Seinna markmiðið er að skoða hvernig þróunin og reynslan af nýja fyrirkomulagi almenningssamgangna hefur verið á Suðurlandi.
    Við öflun gagna um þróun almenningssamgangna var leitað eftir opinberum skýrslum og tölfræði gögnum. Einnig voru tekin hálfstöðluð opin viðtöl við valda viðmælendur. Einnig var hönnuð spurningakönnun sem lögð var fyrir farþega í strætisvögnum á Suðurlandi. Beitt var tölfræðilegum greiningum á valdar spurningar til að skoða hvort marktækur munur væri á svörum á íslensku og ensku.
    Almenningssamgöngur á Ísland hafa ekki fengið mikla athygli í gegnum árin. Þróunin hefur verið á eftir því sem gerst hefur í nágrannalöndunum. Fyrir um áratug byrjaði núverandi þróun og er að þokast nær því sem gerist í nágrannalöndunum. Þróunin á Suðurlandi er skref í rétta átt og eru flestir ánægðir með hana. Vandamálin á Suðurlandi eru fjármagn, löggjöfin og staða landshlutasamtakanna sem veldur óvissu um framtíðina.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent decades public transport in Scandinavia has undergone many changes. In Iceland private transport operators had public concession on public transport. About a decade ago this began to change. Today the local municipal associations in Iceland are responsible for public transportation. South Iceland municipal association has been responsible for local transport since 2012. The general public embrace the new service but problem exists.
    The research has two objectives. The first objective is to analyze how rules and organizational form of public transport have change in Iceland. This will be compared to similar changes in Scandinavia. The second objective is to how the development has been in South Iceland and also study the experience of the new arrangement.
    The focus on collecting data was on public report and statistical data. Selected local councilors were interviewed by using semi-structured interview. Questionnaires were also designed and presented to passengers in buses in South Iceland. This was done to get the passenger perceptions of the service. Selected questions were analyzed to see if there was a significant difference in responses in English and Icelandic.
    Public transport in Iceland have received much attention over the years. The development has been behind the development in Scandinavia. This started to change about a decade ago and the development became similar. The development in South Iceland is a step in the right direction and many see this as the right path. The main problems are capital, the legislation and the status of the local municipal association.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
msc_ritgerð_skipulagafræði_kjartan_davíð_sigurðsson.pdf1.88 MBOpinnPDFSkoða/Opna