is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9248

Titill: 
  • Tengsl vaxtarlags og burðarerfiðleika hjá sauðfé
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aðalmarkmið þessa verkefnis var að kanna tengsl burðarerfiðleika og vaxtarlags sauðfjár, með tilliti til lengdar framfótarleggjar og spjaldbreiddar. Annað markmið var að taka saman upplýsingar um burðarhjálp fyrir allar ær Hestsbúsins og kanna samhengi burðarerfiðleika við fæðingarþunga, fjölda lamba í burði og aldur ánna. Rannsóknin var framkvæmd á tilraunabúinu Hesti árið 2010, á annars vegar öllum ám búsins og hins vegar 297 áa úrtakshóp þar sem mælingar á spjaldbreidd og legglengd lágu fyrir. Ástæður og umfang burðarhjálpar voru skráðar niður á sauðburði vorið 2010.
    Niðurstöður gáfu til kynna að fæðingarþungi hefði veruleg áhrif á umfang burðarerfiðleika. Þau lömb sem þurftu á hjálp að halda til að komast í heiminn voru marktækt þyngri en þau lömb sem ekki þurftu hjálp. Fjöldi í burði hafði einnig áhrif en oftast þurfti að hjálpa einlembingum í heiminn eða í 44,4% tilvika, þar á eftir þrílembingum (27,7%) en sjaldnast þurfti að hjálpa tvílembingum (24,7%). Orsök þess að oftast þurfti að hjálpa einlembingum í burði var rakin til hás fæðingarþunga einlembinga en ástæður burðarhjálpar þrílembinga mátti rekja til aukinnar tíðni á afbrigðilegum stellingum lambanna í burði. Lítill munur reyndist hins vegar vera á tíðni burðarhjálpar eftir aldri mæðra þó að oftast hafi þurft að hjálpa veturgömlum og fimm vetra ám.
    Þær ær sem áttu í erfiðleikum með burð voru með minni spjaldbreidd heldur en þær ær sem báru hjálparlaust en sá munur var ekki marktækur. Ekki voru auknar líkur á burðarerfiðleikum fylgjandi styttri legglengd, þó var leggur þeirra áa sem áttu í erfiðum burði örlítið styttri en þeirra sem ekki lentu í vandræðum með burð. Þegar tekið var tillit til aldurs mæðra, fæðingarþunga og fjölda lamba í burði kom í ljós að það voru auknar líkur á burðarerfiðleikum eftir því sem spjaldbreidd var minni. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að val fyrir aukinni spjaldbreidd gæti skilað jákvæðum árangri í formi minni burðarerfiðleika en þó beri að hafa aðra þætti svo sem fæðingarþunga og fjölda lamba í burði í huga.

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni - Tengsl vaxtarlags og burðarerfiðleika hjá sauðfé - Eygló Gunnlaugsdóttir.pdf482.72 kBOpinnPDFSkoða/Opna