is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30669

Titill: 
  • Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að leggja fram tillögur til þess að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Með megindlegri rannsóknaraðferð var gerð spurningakönnun sem átti að hjálpa til við að greina viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. Einnig var rætt var við nokkra hagsmunaaðila um stöðu hrossakjöts á landinu og fjallað um fyrri rannsóknir. Niðurstöður voru meðal annars þær að hrossa og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum allstaðar á landinu. Flestir sem versla hrossa- og/eða folaldakjöt kaupa það úr kæli eða um 50% þátttakenda en næst algengast er að fólk nálgist kjötið hjá vini, ættinga, slátri sjálft, kaupi beint frá býli eða fleira í þeim dúr. Oftar en ekki gerði fólk lítinn greinamun á viðhorfi til hrossakjöts annars vegar en folaldakjöts hins vegar. Hvað varðar kaupvilja á vörum þá sögðust flestir ólíklegastir til þess að kaupa grafið eða reykt hrossakjöt en líklegst til þess að kaupa steikur, gúllas og snitsel. Frá þáttum sem hafa mest áhrif að þeim sem hafa hvað minnst áhrif á neyslu hrossa- og/eða folaldakjöts að mati þeirra sem tóku spurningakönnunina: Venjur > uppeldi > þekking á vöru > þekking á meðferð og matreiðslu > aðgengi/framboð/sýnileiki í verslun > menning > verð > trúarbrögð. Allt virtist hafa mikil áhrif nema trúarbrögð áberandi minnst.
    Það eru mörg sóknarfæri í sölu hrossakjöts enda um gæðavöru að ræða. Flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt. 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga. Hjátrú og fordómar gagnvart hrossakjötsáti virðast vera liðin tíð en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð hrossakjöts. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það er ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt yfir hrossakjötinu og hægt að gera ráð fyrir því að með mörg tromp á hendi megi vinna stóran slag ef haldið er rétt á spilunum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS evamargret_vidhorf_og_kauphegdun_islenskra_neytenda_a_hrossakjoti.pdf2.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna