is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15570

Titill: 
  • Möguleikar á nýtingu sjávarvatns sem áburðagjafa.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjór er steinefnaríkur og því spurning hvort hægt sé að nýta hann sem áburðargjafa. Þar sem sjór flæðir reglulega yfir er mikil frjósemi og gróska í gróðrinum. Eftirsótt bæði til beitar, fóðuröflunar öldum saman og nú til heyfengs fyrir lífræna ræktun. Með stöðugri áveitu getur selta safnast upp í jarðveginum og gert hann ófrjósaman, en það á helst við þar sem þurrt er og lítið er um vætu. Þau svæði sem sjór flæðir yfir hér á landi verða ekki ófrjósöm, þau halda frjósemi sinni. Hér er næg úrkoma til þess að regluleg útskolun verði úr jarðveginum, sem kemur í veg fyrir uppsöfnun NaCl. Með sjó sem áburðargjafa getum við nýtt okkur ódýra viðbót í áburðaflóruna.
    Að Neðri-Hálsi í Kjós hafa 3 t ha-1 af sjó verið borin á í tvö ár og hefur að mati bónda gefið góða raun. Þar sem engin rannsókn liggur að baki hans nýtingu á sjó sem áburð var farið í rannsókn til að kanna hvort sjór gæti aukið uppskeru og steinefnamagn í fóðri.
    Einföld tilraun með sjó var gerð á tveimur stöðum, á Hvammi í Hvítársíðu og Hesti í Borgarfirði. Bornir voru á 0,3 og 1,0 l m-2 (samsvarar 3 og 10 t ha-1) af sjó og áhrif á uppskeru var kannaður. Enginn munur var milli meðferða, þannig að nýting sjávar sem áburðar hafði hvorki jákvæð né neikvæð áhrif á uppskerumagn eða fóðurgæði. Þó var Na innihals örlítið hærra í liðum sem fengu sjó. Sumarið 2012, þegar tilraunin fór fram, var með eindæmum þurrt og mun eflaust hafa komið niður á upptöku næringarefna og haft áhrif á uppskeru.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Fjola_Veronika_Gudmundsdottir.pdf782.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna