is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37274

Titill: 
  • Flúor í íslenskum hrossum
  • Titill er á ensku Fluoride in the Icelandic horse
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Fluoride in the environment distributes to water and vegetation from both natural and industrial sources. Vertebrates exposed to high levels of fluoride, accumulate fluoride in calcified tissues of the body, and are in danger of developing either acute or chronic symptoms of fluoride toxicity. The objective of this study was to provide background levels of fluoride concentration in the Icelandic horse and estimate whether a difference in fluoride accumulation is found in horses between regions and age. Mandibular fluoride concentrations were measured in 223 horses from four regions in Iceland (South, West, North and East) and divided by five age groups (foals, 1-4 y.o., 5-12 y.o., 13-20 y.o. and 21+ y.o.). The average mandibular fluoride concentration of the 223 horses was 244 ± 11.8 ppm, and 286 ± 12.6 ppm in horses over one year old, values beneath known tolerance levels. The highest mandibular fluoride concentrations for each age group were observed in horses from the West. A significant positive correlation was found between fluoride concentration and age of the horse, where the highest correlation coefficient was found in horses from the South. Furthermore, a significant difference was found between the regions, where horses from the West had significantly higher mandibular fluoride concentrations than horses from the South, but a significant difference was not found between horses from the West, North and East. Additionally, a correlation of fluoride concentration in horses from the West exclusively and increasing distance from the aluminium smelter in the region (Hvalfjörður) showed a significant negative regression, indicating that the greatest source of fluoride in the environment originates from the aluminium industry. The results are the first of their kind and can be used as a guideline of fluoride concentration in the Icelandic horse. Moreover, the results indicate that the Icelandic horses accumulate less fluoride on average than Icelandic sheep, which makes them less appropriate as an indicator species for environmental fluoride contamination.

  • Flúor í umhverfi á upptök sín frá bæði náttúrulegum uppsprettum og iðnaði, og dreifist þaðan til grunnvatns og gróðurs. Hryggdýr sem útsett eru fyrir verulegum styrk flúors frá umhverfi eiga á hættu að verða fyrir bráðri flúoreitrun, eða þróa með sér króníska flúoreitrun eftir uppsöfnun flúors í kalkríkum vefjum líkamans. Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um flúorstyrk í íslenska hestinum og fá þar af leiðandi bakgrunnsgildi sem hægt væri að styðjast við í framtíðinni. Einnig að meta hvort munur væri á flúoruppsöfnun í beinum hrossa milli landshluta, og aldurshópa. Styrkur flúors í kjálkasýnum 223 hrossa var mældur frá fjórum landshlutum á Íslandi (Suðurlandi, Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi) og milli fimm aldurshópa (folalda, 1-4 vetra, 5-12 vetra, 13-20 vetra og 21 vetra og eldri). Meðalstyrkur flúors í þeim 223 sýnum sem safnað var, mældist 244 ± 11.8 ppm (milljónahlutar), og 286 ± 12.6 ppm þegar sýni úr folöldum voru tekin út, en þessi gildi eru vel undir þekktum viðmiðunarmörkum. Hæsti flúorstyrkur fyrir hvern aldurshóp var úr hrossum af Vesturlandi. Marktæk fylgni var á milli flúorstyrks og aldurs hrossa, þar sem hæsti fylgnistuðullinn var í hrossum af Suðurlandi. Enn fremur var marktækur munur á flúorstyrk milli landshluta, þar sem hross af Vesturlandi mældust með marktækt hærri flúorstyrk í kjálkum en hross af Suðurlandi, en marktækur munur fannst ekki á flúorstyrk milli hrossa af Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Þegar fylgni flúrostyrks í hrossum af Vesturlandi eingöngu og fjarlægð þeirra frá álverinu í Hvalfirði var mæld, fannst marktæk neikvæð fylgni, sem gefur til kynna að drjúgur hluti flúors í íslensku umhverfi á rætur sínar að rekja til áliðnaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær fyrstu sinnar tegundar og gefa innsýn í flúoruppsöfnun í beinum íslenska hestsins og mun á flúorstyrk í umhverfi milli landshluta. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að íslenski hesturinn safni upp minna magni af flúor í bein heldur en íslenskt sauðfé og sé vegna þess óhentug vísitegund þegar kemur að flúormengun í umhverfi. Þessar niðurstöður er hægt að hafa að leiðarljósi í áframhaldandi rannsóknum, þar sem engar fyrirliggjandi upplýsingar eru tiltækar.

Samþykkt: 
  • 4.12.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Fluoride in the Icelandic horse.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna