is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33490

Titill: 
  • Tíðni þrýstingsáverka í munni keppnishrossa á LM 2018 og tengsl við mögulega áhættuþætti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Landsmót hestamanna eru haldin annað hvert ár á Íslandi og er stærsti hestaviðburður landsins.
    Þar fara bæði fram gæðingakeppni, töltkeppni og kynbótasýningar. Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er mótshaldara skylt að láta fara fram heilbrigðisskoðun á öllum hrossum sem koma fram á mótinu samkvæmt reglum Matvælastofnunar sem ganga undir heitinu Klár í keppni. Niðurstöður heilbrigðisskoðana keppnishrossa frá árinu 2012 sýndu að tíðni þrýstingsáverka í munni hrossa var alvarlegt vandamál og ógn við velferð keppnihrossa. Sýnt
    var fram á sterk tengsl á milli áverka á kjálkabeini, sem oft voru metnir sem alvarlegir, og notkunar á stangamélum með tunguboga. Lagt var bann við notkun slíkra méla árið 2014.
    Þessi rannsókn er byggð á eftirlitsgögnum Matvælastofnunar frá LM 2018 og gögnum frá mótshaldara sama móts um beislisbúað.
    Markmið verkefnisins var að lýsa tíðni þrýstingsáverka í munni keppnishrossa sem kepptu í A-flokki, B-flokki og ungmennaflokki gæðingakeppninnar á Landsmóti hestamanna 2018 og greina mögulega áhættuþætti. Upplýsingar um beislisbúnað sem riðið var við í
    forkeppni og skoðun á munni hestanna fyrir milliriðil, voru lagðar til grundvallar.
    Rúmur helmingur hrossanna (n=52) eða um 56%, voru með áverka í munni, sem í langflestum tilfellum voru metnir sem vægir. Um helmingi hrossanna (n=49), 53%, hafði verið riðið við einhverskonar hringamél, af þeim voru 59% með skráða áverka, þar af 32% í munnvikum/kinnum og 27% á kjálkabeini. Heldur minna var um áverka hjá hrossum sem hafði verið riðið við stangir (n=42), 53%, einkum í munnvikum/kinnum (23%) en hærra hlutfall á
    kjálkabeini (30%). Ekki varð séð að gerð reiðmúla hefði áhrif á tíðni þrýstingsáverka í munni en flestum hestum var riðið við nasamúl/þýskan múl.
    Niðurstöðurnar benda til þess að tíðni alvarlegra þrýstingsáverka á kjálkabeini hafi minnkað til muna eftir að stangamél með tunguboga voru bönnuð í keppni, en tíðni vægari
    áverka hafi lítið breyst.

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_SolveigArna- Samþykkt prent.pdf2.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna