is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33469

Titill: 
  • Borgin frá sjónarhorni barna. Áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir
  • Titill er á ensku The city from children´s perspective - The influence of densification of cities on outdoor area´s and natural environment of kindergarten´s in site planning
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur samningur um réttindi barna og samofinn starfsumhverfi leikskóla á Íslandi. Löggjöfin, reglugerðir og aðalnámsskrá leikskóla setur jafnframt ramma fyrir námsumhverfi leikskóla á Íslandi. En standa sveitarfélögin vörð um þau réttindi með þéttingu byggðar? Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort ástæður fyrir uppreisn fagfólks gegn neikvæðri þróun á aðstæðum leikskóla barna í Svíþjóð geti endurtekið sig í Reykjavík. Er skipulagið unnið með tillit til þarfa barnsins? Er rými fyrir börn sé að verða of lítið. Er útisvæðum barna við leikskóla fórnað þegar byggð er þétt?
    Greiningar á umfjöllun í íslenskum skipulagsáætlunum um þarfir og réttindi barna eru sláandi, en aðeins örlar á nýjum áherslum við gerð hverfisskipulags í Reykjavík. Fyrir 40 árum voru ákvæði um ekki minna en 20 m² útisvæði á hvert barn. Með setningu nýrrar löggjafar árið 2008, endurskoðun reglugerðar um starfsumhverfi leikskóla árið 2009 og nýrri aðalnámsskrá leikskóla árið 2011 var fallið frá stærðarákvæðum í eldri reglugerðum. Í nýjustu reglugerð eru engin stærðar viðmið lengur. Sænsk viðmið um útileiksvæði skilgreina 40 m² á hvert barn og að virka leiksvæðið sé aldrei minna en 3.000 m².
    Rannsóknir undirstrika þó að stærðir útisvæðanna eru ekki lykilatriðið, og hugtakið virknikostir (e. affordance) er mælikvarði sem er notaður til að skilgreina eiginleika umhverfis og landslagsgerð á leikskólalóðinni og nágrenni leikskóla sem bjóða börnunum upp á fjölbreyttar aðstæður til leikja, áskoranir og örvandi leikumhverfi.
    Nýjasta vinnuaðferðin í Svíþjóð og hugmyndafræðin „borgin í augnhæð“ í Stokkhólmi er að greina áhrif skipulagsáætlana á umhverfi barna með þverfaglegum áherslum út frá þörfum og réttindum barna.
    Niðurstöður þessa verkefnis sýna að við þurfum að gera betur til að standa vörð um réttindi barna þegar kemur leikumhverfi leikskólabarna og nágrenni leikskóla. Til þess þarf hugarfarsbreytingu og endurskoða þarf þá löggjöf, reglugerðir og aðra umgjörð sem styður við starfsumhverfi leikskólabarna á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The United Nations Convention on the Rights of the Child is an important agreement on the rights of children and integrated in the working environment of preschools in Iceland. The legislation, regulations and preschool curriculum guideline also establish a clear framework for the study environment of preschool´s in Iceland. Whether the municipalities safeguard the rights t of child hrough densification of the city is the question. The aim of this thesis is to examine whether the uprising of professionals against the negative development of the environment for pre-school children in Stockholm can repeat itself in Reykjavík. Is the planning taking the child's needs in mind? Is the space for children to become too small in the cities. Are the children's preschoole outdoor areas being sacrificed for densefying the city?
    The results of analyzing the discussion in the Icelandic planning programs on the needs and rights of children are striking, but there is though some approach of new thinking in the neighborhood plan´s in Reykjavík. 40 year´s ago there where provisions to have not less than 20 m² outdoor area per child, but with the national Curriculum Guide for Preschools from 2011 and subsequent revision of the regulation, the size provisions were eliminated. Swedish criteria for outdoor areas are defined 40 m² per child, and the active outdoor playground area is never less than 3,000 m².
    Research findings, however, emphasize that the size of the outdoor areas is not the key factor, as the concept of affordance is the measurement for identifying elements and the landscape structure in the outdoor area´s of preschool that are offering the variety of play activities, challenges and stimulating playscape.
    The latest working method in Sweden and the ideology of „the city at eye level“ in Stockholm is to analyze the impact of planning programs on the environment of children with interdisciplinary emphasis on the needs and rights of children.

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnlaugsson_HG_2019_Borgin-fra-sjonarhorni-barna-MS-verkefni_LbhI_20190528.pdf2.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna