is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30713

Titill: 
  • Dimmuborgir. Ógnir og framtíðar tækifæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er einstök náttúrufegurð og búum við að aragrúa af svæðum sem þarf að vernda, viðhalda og umfram allt virða. Ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár og með þessari aukningu hefur ágangur á náttúru Íslands aukist verulega. Það getur verið mikið áhyggjuefni. Mörg svæði á Íslandi eru friðlýst og sem slík falla undir ákveðin verndarákvæði, útbúnar eru stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir svæðin en þær ná einungis yfir ákveðna þætti. Með eins mikilli aukningu ferðamanna og hefur verið hingað til lands undanfarin ár er vert að skoða hvort þær áætlanir sem eru til staðar dugi til að viðhalda ásýnd og náttúrulegu umhverfi þessara svæða. Í þessu verkefni verður það skoðað og Dimmuborgir í Skútustaðahreppi verða teknar fyrir sem friðlýst svæði. Rýnt verður í áætlunina sem er til staðar fyrir svæðið og fjallað um stöðu svæðisins í dag. Fjallað verður um náttúruvernd almennt og hvernig friðlýsingum er háttað. Gerð verður landslagsgreining sem höfundunar aðlagaði að verkefninu sem og SVÓT greining sem stendur fyrir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Skoðað verður hvernig Dimmuborgir mynduðust, fjallað um sögu þeirra og sérstöðu. Einnig verður rýnt í hvort núverandi áætlun dugi til að tryggja framtíð Dimmuborga sem það svæði sem það er frá náttúrunnar hendi. Helstu niðurstöður verkefnisins sýna að Dimmuborgir eru í ágætu ástandi þrátt fyrir mikinn ágang ferðamanna. Ásýnd Borganna hefur vitaskuld breyst í gegnum árin með aukinni aðsókn og þörf fyrir stýringu. Ef farið verður áfram eftir stjórnunar- og verndaráætlun sem nú er í gildi ásamt því að uppbygging á svæðinu verði gerð á skynsamlegan máta, má ætla að svæðið sé ekki í bráðri hættu.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritg Silja Sif.pdf9.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna