is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30692

Titill: 
  • Áhrif þess að ær skili lambi veturgamlar á afurðir þeirra síðar á ævinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Um miðja síðustu öld fóru bændur að hleypa til gimbra í meira mæli en áður hafði tíðkast, var það gert í kjölfar mæðiveikinnar og fjárskipta sem áttu sér stað. Þegar bændur hófu að hleypa til gimbra var það skoðað hvaða áhrif það hefði á þroska ánna og afurðir þeirra. Á þeim tæplega 70 árum sem liðið hafa síðan þessar rannsóknir voru gerðar hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar breytingar orðið á búskaparháttum hér á landi. Fóðurgæði og húsakostur hafa batnað svo um munar og vitund bænda um þarfir og eðli sauðkindarinnar aukist. Það er því áhugavert að skoða hvaða áhrif það hefur á afurðir áa hvort þær ganga með lömb eða ekki veturgamlar.
    Gögnin sem notast var við voru fengin frá fjárbúinu á Hesti í Borgarfirði og náðu þau yfir framleiðsluárin 2003-2013. Gagnasafnið hafði að geyma 6221 færslu um lömb sem fædd voru á þessum árum auk upplýsinga um mæður lambanna. Í hverri færslu má finna upplýsingar um ætterni, fæðingarþunga, vöxt fyrri hluta sumars, heildarvöxt yfir sumarið, lífþunga í september og hvernig lambið er fætt (einlembingur, tvílembingur o.s.frv.) auk upplýsinga um þunga og holdastig ærinnar.
    Í niðurstöðunum kom í ljós að þær ær sem gengu með lamb veturgamlar fæddu almennt þyngri lömb heldur en þær sem voru geldar veturgamlar. Hrútar eru þyngri við burð heldur en gimbrar og einlembingar eru þyngri fæddir heldur en tví – og fleirlembingar. Ekki reyndist vera marktækur munur á vexti lambanna, hvorki fyrri hluta sumars né á heildarvexti þeirra yfir sumarið, eftir því hvort ærin skilar lambi veturgömul eða ekki. Hrútar sem ganga undir sem einlembingar vaxa hraðast fyrri hluta sumars og virðast hafa töluverða yfirburði á önnur lömb. Þá er marktækur munur á heildarvexti lamba eftir framleiðsluárum en það er vel þekkt að árferði heufr töluverð áhrif á vöxt lamba.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórdís Karlsdóttir BSc.pdf637.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna