is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35150

Titill: 
 • Einmanaleiki - hinn faldi faraldur: Leiðir til að draga úr einmanaleika aldraðra sem búa heima
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Einmanaleiki er vaxandi vandamál sem eykst samhliða hlutfallslegri fjölgun aldraðra á heimsvísu. Rannsóknir sýna að allt að 35% aldraðra einstaklinga þjást af einmanaleika sem getur haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar. Skortur er á umfjöllun um úrræði til þess að draga úr einmanaleika aldraðra einstaklinga sem búa heima.
  Tilgangur: Tilgangur samantektarinnar var að skoða árangursrík úrræði við einmanaleika aldraðra sem búa heima. Það er okkar von að samantektin nýtist til þess að vekja athygli á og í kjölfarið stemma stigu við þessu algenga og alvarlega vandamáli.
  Aðferð: Gerð var fræðileg samantekt sem byggir á 10 rannsóknum sem voru ýmist eigindlegar, megindlegar eða yfirlitsgreinar. Við gagnasöfnun voru notaðir gagnagrunnarnir Pubmed og Cinahl. Rannsóknarspurning samantektarinnar var þróuð með PICO-viðmiðum og stuðst var við PRISMA-flæðirit við leit að rannsóknum. Gæði rannsókna voru metin með hliðsjón af viðmiðum um vandaðar rannsóknir. Einnig voru rannsóknir samantektarinnar settar upp í töflu þar sem fram koma helstu niðurstöður og úrræði hverrar rannsóknar fyrir sig.
  Niðurstöður: Þær 10 rannsóknir sem stóðust inntöku- og útilokunarskilyrði sýndu fram á 14 árangursrík úrræði sem draga úr einmanaleika aldraðra einstaklinga sem búa heima. Úrræðin skiptust í þrjá flokka og tengdust ýmist hugsunarhætti einstaklings, félagslegum stuðningi eða tækifærum á félagslegum samskiptum. Fyrsti flokkurinn sneri að hugsunarhætti einstaklings og er frábrugðin hinum tveimur flokkunum vegna þess að einungis var unnið með upplifanir og hugsanir einstaklingsins en ekki leitað á önnur mið. Annar flokkurinn tengdist félagslegum stuðningi en sá stuðningur gat komið úr ýmsum áttum meðal annars frá fjölskyldumeðlimum, vinum, dýrum, samtökum eða heilbrigðisstarfsfólki. Þriðji og síðasti flokkurinn fól í sér að uppræta hindranir og skapa aðstæður sem efldu félagslega hæfni og juku tækifæri til félagslegra samskipta.
  Ályktun: Til þess að veita öldruðum einstaklingum sem þjást af einmanaleika viðeigandi þjónustu þarf að auka umræðu og þekkingu um einmanaleika og þau úrræði sem geta minnkað þá tilfinningu. Skortur er á nákvæmum og kerfisbundnum rannsóknum um einmanaleika aldraðra þá sérstaklega út frá hjúkrunarfræðilegri nálgun. Oft á tíðum er starfsfólk heimaþjónustu eini tengiliður aldraðra einstaklinga við umheiminn og því eru þeir í lykilstöðu til þess að veita þeim aðstoð.
  Lykilorð: Einmanaleiki, aldraðir einstaklingar, úrræði, heimahjúkrun.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Loneliness is a growing problem that increases in parallel with rising numbers of the older population worldwide. Studies show that up to 35% of the elderly population suffer from loneliness which has severe health consequences. There is a shortage in research on intervention to reduce loneliness of elderly people that live at home.
  Purpose: The purpose of this literature review was to examine effective interventions to reduce loneliness in elderly people living at home. It is our hope that these interventions can be applied and reduce this serious and common problem.
  Method: Literature review consisting of 10 studies, either, qualitative, quantitative or overview studies. To acquire the data needed two databases were used, Pubmed and Cinahl. The research question was developed using PICO-guidelines and a PRISMA flow chart was used to select the articles. The quality of the studies were assessed using a quality assessment tool. Studies were also analyzed and the results displayed in a table.
  Result: 10 research articles met the criteria that was listed beforehand and they revealed 14 effective interventions that reduce loneliness of elderly people living at home. Three main categories emerged; interventions that relate to individual mentality, intervention that promote social support or intervention that increase opportunities for social communication. The first category was aimed to remodel a person's experiences and thoughts. The second category was about promoting social support that may come from a variety of sources, including from family members, friends, animals, organization or healthcare professionals. The third and last category involves elimination of barriers and creating circumstances that enhance social skills and increasing opportunities for social communication.
  Conclusion: Discussion and knowledge of loneliness and interventions is necessary in order to provide appropriate support to elderly individuals suffering from loneliness. There is a lack of accurate and systematic research on loneliness from the nursing perspective. Home care workers are sometimes the only contact for elderly individuals with the outside world and therefore they are in a key position to help the elderly to find the appropriate intervention to reduce loneliness.
  Key words: Loneliness, older individuals, interventions, home care.

Samþykkt: 
 • 5.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Aníta og Þorbjörg.pdf551.43 kBLokaður til...27.06.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf271.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF