is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35151

Titill: 
  • Öllu flugi aflýst. Útilokunarmenning og áhrif hennar á dægurtónlistarheiminn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útilokunarmenning (cancel culture) er tiltölulega nýtt hugtak sem hefur verið talsvert í umræðunni síðustu ár. Algengur skilningur gerir ráð fyrir að með útilokunum refsi hópar einstaklingum með því að vekja opinberlega athygli á ætlaðri óviðurkvæmilegri hegðun eða skaðlegum skoðunum téðra einstaklinga og hætta hvers kyns stuðningi við þá, fjárhagslegum eða félagslegum. Hugtakið útilokunarmenning er þó enn í þróun og ekki allir á eitt sáttir um aðferðir til að skilgreina það, né heldur réttmæti þeirra aðferða sem viðhafðar eru við útilokanir. Í þessari ritgerð er hugtakið útilokunarmenning skoðað frá ýmsum hliðum, uppruni þess og afar skiptar skoðanir um það raktar, dæmi tekin um útilokanir nafntogaðra einstaklinga og sjónum sérstaklega beint að áhrifum útilokunarmenningar á dægurtónlistarfólk. Rætur útilokunarmenningar liggja í opinberri smánun fyrri alda og hóf hún að blómstra í kjölfar samfélagsmiðlabyltinga á borð við #MeToo-hreyfinguna árið 2017, samhliða breyttu andrúmslofti og þverrandi þolinmæði fyrir ýmsum tegundum afbrota, skoðana og hegðunar. Deilur um réttmæti útilokana hverfast meðal annars um aðskilnað listar og listafólks og kynslóðabil þegar kemur að aðferðum til að vekja athygli á óréttlæti. Enn sem komið er reynist erfitt að fullyrða um ástæður sem liggja að baki útilokunum og eins hversu mikil áhrif þær hafa til langframa því hvort tveggja er síbreytilegt og persónulegt. Þó er ljóst að umræður um útilokunarmenningu magna upp sérlega sterkar tilfinningar meðal þeirra sem tjá sig um hana.

Samþykkt: 
  • 5.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÖlluFlugiAflýst.MAritgerð.KjartanGuðmundsson.pdf730.07 kBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
Yfirlysing,lokaverkefni.KG..pdf314.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF