en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35158

Title: 
 • Title is in Icelandic Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu. Þema- og frásagnagreining
 • Women's experience of menopause
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur: Um fjórðungur kvenna á breytingaskeiði upplifir veruleg einkenni sem hafa áhrif á daglegt líf og lífsgæði, svo sem hitakóf, svefntruflanir og andlega vanlíðan. Birtingarmynd einkenna er afar einstaklingsbundin og háð margþættu og flóknu samspili líffræðilegra, sálrænna og félagslegra þátta auk þess sem lífsreynsla, lífsmáti og lífsviðhorf móta upplifun kvenna.
  Markmið: Að öðlast dýpri skilning á upplifun kvenna af breytingaskeiðinu og fá innsýn í hið margþætta samspil sem liggur að baki upplifun einkenna. Með því er vonast til að unnt sé að greina þarfir kvenna og finna leiðir sem nýta má til að bæta lífsgæði kvenna á breytingaskeiði og fjölskyldna þeirra.
  Aðferð: Með tilgangsúrtaki voru valdir 6 viðmælendur á aldrinum 48-55 ára með reynslu af einkennum breytingaskeiðs sem höfðu haft áhrif á daglegt líf og lífsgæði. Gagna var aflað með óstöðluðum djúp-viðtölum á tímabilinu október 2019 til janúar 2020. Viðtalsgögnin voru þemagreind með notkun aðleiðslu og síðan var frásagnagreining notuð til að skrifa tvær lýsandi sögur.
  Niðurstöður: Reynsla kvennanna og upplifun endurspeglast í yfirþemanu „Ég var ekki undir þessi ósköp búin“. Þrjú undirþemu voru greind: a) Þegar varnarskjöldurinn brestur og lífið umturnast. b) Að troða marvaðann og ná landi. c) Þörfin fyrir haldreipi í ólgusjó. Einkenni breytingaskeiðsins og víðtæk áhrif þeirra á líðan og daglegt líf komu konunum í opna skjöldu. Þeim fannst þær óundirbúnar og mæta skilningsleysi og lýstu eftir opnari umræðu í samfélaginu og auknum stuðningi.
  Ályktun: Nauðsynlegt er að mynda varnarskjöld um konur á breytingaskeiði og fjölskyldur þeirra. Það má gera með því að efla umræðu í samfélaginu, útbúa aðgengilegt fræðsluefni og bjóða upp á ráðgjöf um breytingaskeiðið innan grunnheilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilning og samkennd í garð kvenna sem upplifa erfið einkenni og bæta lífsgæði. Þar sem birtingarmynd einkenna er afar ólík og háð fjölmörgum þáttum í lífi kvenna þurfa konur á breytingaskeiði einstaklingsmiðaða og heildræna ráðgjöf fagfólks.
  Lykilorð: Breytingaskeið, upplifun, einkenni, frásagnagreining, eigindleg.

Sponsor: 
 • Sponsor is in Icelandic Minningarsjóður Jóhönnu F. Hrafnfjörð
Accepted: 
 • May 6, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35158


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS_lokaverkefni_ SZ.pdf2.04 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman yfirlýsing undirrituð.pdf273.78 kBLockedDeclaration of AccessPDF