is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35160

Titill: 
  • Cambridge Analytica hneykslið og persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum. Félags- og fjölmiðlafræðileg úttekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér mun sjónum verða beint að einu stærsta gagnahneyksli sögunnar, sem einfaldlega hefur gengið undir nafninu Cambridge Analytica, og það sett í samhengi við kenningar Michel Foucault um völd og eftirlit. Einnig verður talað um hugtakið bergmálshellir í sambandi við samfélagsmiðla. Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á tæknilega möguleika misnotkunar á persónuupplýsingum notenda samfélagsmiðla og útskýra hvernig þær upplýsingar hafa verið notaðar gegn notendum í þeim tilgangi að hafa víðtæk áhrif á skoðanir þeirra. Í þessu samhengi voru tekin viðtöl við tvo einstaklinga, starfsmenn Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar. Niðurstöður leiddu í ljós að það er afar auðvelt að komast yfir persónuupplýsingar notenda samfélagsmiðla. Cambridge Analytica gat sótt gögn Facebook-notenda og sameinað sínum gagnagrunnum og þannig útbúið svokölluð persónusnið (e. profiling). Fyrirtækið beitti örnálgun (e. micro targeting) á samfélags-miðlum og gat þannig miðlað skilaboðum til fólks í formi auglýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á skoðanir þess og viðhorf viðskiptavinum sínum í hag. Samsvarar þetta valda-kenningum Foucault en fyrirtækið hafði undir höndunum gríðarlega mikla þekkingu sem gerði því kleift að beita valdi með því að stjórna flæði upplýsinga. Í kjölfar hneykslisins jókst meðvitund fólks um persónuöryggi vissulega að einhverju leyti en þó er enn gríðarleg þörf fyrir frekari umræður, rannsóknir, vitundarvakningu og strangari löggjöf sem nær utan um starfsemi samfélagsmiðla sem og gagnaöryggi einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 6.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Katrín Ásta Jóhannsdóttir.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf458.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF