is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35161

Titill: 
  • Eru forstöðumenn opinberra stofnana fagstjórnendur?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi snýr að því að skoða og greina þær hæfniskröfur forstöðumanna valdra stofnana sem kveðið er á um í lögum um þær og leggja mat á hvernig þær kallast á við hugmyndir nýskipunar í ríkisrekstri og stjórnendastefnu ríkisins. Hlutverk forstöðumanna opinberra stofnana tók miklum breytingum við innleiðingu á nýskipan í ríkisrekstri árið 1996. Stöðugrar þenslu hafði gætt í ríkisfjármálum áratugina á undan og var ein af hugmyndum nýskipunar í ríkisrekstri að taka upp stjórnunaraðferðir einkamarkaðsins á almennum markaði til að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri stofnana. Það fól meðal annars í sér aukna ábyrgð forstöðumanna á málefnum sem heyrðu undir stofnunina, aukið vald í starfsmanna- og launamálum og aukna ábyrgð á rekstri og stjórnun. Einkunnarorð innleiðingarinnar voru: einföldun, ábyrgð og árangur. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á hvort að kröfur um ákveðna hæfni forstöðumanna til að sinna þessu breytta hlutverki sé að finna í lögum um þær stofnanir sem þeir eru í forsvari fyrir.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er að hæfniskröfur forstöðumanna í lögum um stofnanir eru mjög misjafnar þó sjá megi ákveðin líkindi meðal stofnana sem heyra undir sama ráðuneytið. Algengast er að gerð sé krafa um menntun forstöðumanns en mun sjaldnar eru kveðið á um einhvers konar reynslu eða þekkingu hans á ákveðnum sviðum. Lög stofnana virðast ekki hafa tekið miklum breytingum hvað varðar hæfisskilyrði forstöðumanna við innleiðingu á nýskipan í ríkisrekstri árið 1996. Útgáfa stjórnendastefnu ríkisins árið 2019 gefur vísbendingu um að það sé að breytast en þrjú nýjustu lögin sem tekin er fyrir í þessari rannsókn eru með mun ítarlegri hæfniskröfur forstöðumanna en mikill meirihluti annarra laga stofnana.

  • Útdráttur er á ensku

    This research thesis examines and analyses the adequacy requirements for officials of civil administrations found in laws concerning them and assesses how they are compared to ideas of New Public Management and the management policy. The role of officials of civil administrations changed dramatically when New Public Management was introduced in the Icelandic administration. The fiscal extent of state management had grown steadily the decades before, and one of the ideas of New Public Management was to introduce administrative practices from the private sector to the public sector. This meant the officials gained more responsibilities and authority in all sectors of the civil administration they oversaw. The motto of the introduction was: simplicity, responsibility and success. This research thesis is intended to highlight whether certain requirements for the officials can be found in laws concerning the administrations for which they are responsible. The main result of this research concludes that the adequacy requirements of officials of civil administrations are very different, although some similarities can be seen among administrations under the same ministry. It is most common in administrative laws that education is required, but rarely is required that officials have any kind of experience or knowledge in certain areas. Icelandic laws do not appear to have undergone major changes concerning necessary qualifications of officials after the introduction of the New Public management 1996. The laws that were enacted after the publication of the Management Policy in 2019, indicates that changes can be expected from now on. Far greater qualification requirements for officials of civil administrations are to be found there than in the vast majority of older laws.

Samþykkt: 
  • 6.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bára_Sigurjóns_MPA.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_mpa.pdf240.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF