is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35162

Titill: 
  • Ég vissi ekki að það ætti að vera gaman í skóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu nemenda þegar þau standa frammi fyrir námsvali að loknum grunnskóla og þá sérstaklega hvað hefur áhrif á að nemandi velji þvert á áhuga sinn. Rannsóknin var byggð á viðtölum við sjö einstaklinga sem voru á aldrinum 18–26 ára og höfðu byrjað á bóknámsbraut en skipt yfir í starfsnám. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ungmennin völdu fyrst hvaða framhaldsskóla þau vildu fara í áður en þau ákváðu hvaða námsbraut þau ætluðu að velja. Þau litu öll á framhaldsskólann sem sjálfstætt framhald af grunnskóla og tóku ekki upplýsta ákvörðun um hvað þau ætluðu að læra heldur fylgdu vinum sínum og óskum foreldra við val á námi. Ungmennin virðast hafa vannýtt að afla sér þekkingar á námsleiðum en einnig var kynning á starfsnámi lítil sem engin. Þær upplýsingar sem þátttakendur gáfu um reynslu sína af vali á námsleið í framhaldsskóla hafa hagnýtt gildi fyrir náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum landsins þar sem niðurstöður benda til að nemendur sæki ekki um nám eftir áhuga heldur vegna orðspors skólanna og hvaða skóla vinir þeirra sækja í. Með öflugri náms- og starfsfræðslu er hægt að fyrirbyggja að nemendur taki óupplýsta ákvörðun um námsval í framtíðinni. Með því að skoða hvað það er sem hefur áhrif á val ungmennanna er hægt að skipuleggja kynningar á öllu námi og störfum betur og nýta þessa fræðslu í átt að frekari könnun hjá ungmennunum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerd_GudbjorgBirna2020.pdf614.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni_yfirlýsing.pdf366.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF