is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35168

Titill: 
  • Hvort kom á undan, hænan eða eggið? Óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi: Samspil dagskrárvalds fjölmiðla og Alþingis í opinberri umræðu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar gegna mikilvægu upplýsingahlutverki við almenning og samfélagið í heild sinni. Margir fylgjast með pólitískri umræðu og leita upplýsinga um stöðu stjórnmála beint til fjölmiðla. Í þessari rannsókn var samspilið milli fjölmiðlaumræðu og óundirbúinna fyrirspurna á Alþingi skoðað í ljósi hugmyndarinnar um dagskrárvald innan fjölmiðlafræðanna. Fjallað er um fræðilega nálgun rannsókna á dagskrárvaldi og þann þátt eftirlitshlutverks þingsins sem lýtur að fyrirspurnum til ráðherra.
    Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hvar dagskrárvaldið lá í samspilinu milli fjölmiðla og umræðna á þinginu. Í þessum tilgangi var sjónum beint að óundirbúnum fyrirspurnum Alþingis og spurt hvaða ályktanir mátti draga af pólitískri umræðu á Íslandi þegar hún var skoðuð og útskýrð í ljósi hugmynda um dagskrárvald innan fjölmiðlafræðanna. Í rannsókninni var skoðað efni allra óundirbúinna fyrirspurna Alþingis í októbermánuði árin 2011, 2015 og 2019. Samhliða því var leitað að umfjöllun um efnið í fimm íslenskum fjölmiðlum tveimur vikum fyrir og tveimur vikum eftir viðkomandi fyrirspurn og efnið skoðað og innihaldsgreint.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að dagskrárvald opinberrar umræðu lá hjá fjölmiðlum frekar en hjá Alþingisþingmönnum. Stór hluti af efni óundirbúinna fyrirspurna sem lagðar voru fyrir ráðherra á Alþingi hafði þegar verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Aftur á móti sýndu niðurstöður einnig að efni stórs hluta óundirbúinna fyrirspurna fékk breiða umfjöllun í fjölmiðlum eftir umræðu á þinginu. Fjölmiðlar gerðu þó efninu mismikil skil fyrir og eftir fyrirspurnartíma eftir því hver átti í hlut eða hvert efni fyrirspurnarinnar var.

Samþykkt: 
  • 8.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvort kom á undan, hænan eða eggið? - Aldís Baldursdóttir - pdf.pdf883.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Aldís yfirlýsing.pdf150.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF