is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35169

Titill: 
  • „Sjónarmið safnarans getur verið furðu ólíkt
    sjónarmið safnmannsins“ Áhrif safnara og gefenda
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að horfa til þeirra áhrifa sem safnmunir og þar af leiðandi söfn geta orðið fyrir frá söfnurum og gefendum. Til að gera grein fyrir þeim áhrifum sem geta átt sér stað þá er horft til eins safnara og eins gefanda. Safnarinn Andrés J. Johnson sem gaf íslenska ríkinu safn sitt, og er það nú sérsafn innan Þjóðminjasafns Íslands og gefandinn Erró sem gaf Listasafni Reykjavíkur eina umdeildustu gjöf sem safn hefur fengið hérlendis. Fjallað er um hverjir þeir voru, um gjafirnar sjálfar og að lokum um hvernig sjálfsmynd þeirra speglaðist í þeim hlutverkum að vera safnari og gefandi. Notaðist ég við hugmyndafræði samtengingar kenningarinnar (e. Actor Network Theory) sem er oftast kennd við Bruno Latour, en hún byggist á því að efnislegir hlutir geti stofnað til og tekið þátt í félagslegum samskiptum við fólk. Efnislegir hlutir geti þannig fengið gerendamátt og haft áhrif. Ritgerðinni er ætlað að skoða þessar samtengingar safnarans og gefandans við safn sitt/listaverk sín.

Samþykkt: 
  • 8.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing-Loa Julia Antonsdottir.pdf439.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Loa Julia Antonsdottir MA ritgerd.pdf685.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna