Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35170
Bakgrunnur: Á Íslandi eru innflytjendur u.þ.b 15,6% íbúa og stærsti hópurinn er pólskur. Lítið er vitað um hvernig heilbrigðiskerfið kemur til móts við barnshafandi konur af erlendum uppruna. Ekkert er vitað um upplifun kvenna af erlendum uppruna um virðingu í umönnun, sjálfræði og mismunun þegar kemur að barneignarþjónustu þessa hóps.
Markmið: Markmiðið var að þróa og forprófa spurningalista um upplifun barnshafandi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi með tilliti til virðingar í umönnun, sjálfræðis í ákvarðanatöku og mismunun í barneignaþjónustu með stöðluðum mælitækjum.
Aðferðafræði: Spurningalistinn var aðlagaður íslenskum aðstæðum og fól í sér spurningar um félagslýðfræðilega þætti, fæðingaútkomur og eftirfarandi stöðluð mælitæki: Mothers on Respect Index (MORi), Mother’s Autonomy in Decision Making (MADM) og Mistreatment of Care Providers in Childbirth (MCPC). Listinn var þýddur á pólsku og var forprófaður á ensku og pólsku. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki og snjóboltaaðferð með eftirfarandi skilyrðum: 1) kona af erlendum uppruna; 2) barnsburður á Íslandi á síðustu 5 árum; og 3) ensku- eða pólskukunnátta. Þátttakendur voru beðnir um að leggja fram skriflegt mat á virkni, sniði, skilningi, svarmöguleikum og viðbragðstíma spurningalistans.
Niðurstöður: Ellefu enskumælandi og 6 pólskumælandi konur tóku þátt í forprófunni. Skriflegt mat þátttakenda á spurningalistanum leiddi til smávægilegra breytinga á sniði, orðalagi og svarmöguleikum spurningalistans. Í lokin innihélt spurningalistinn 64 spurningar. Svartími þátttakenda var 20 mínútur að meðaltali.
Ályktun: Niðurstöður benda til þess að spurningalistinn sé gagnleg aðferð til að meta reynslu kvenna af erlendum uppruna af barneignarþjónustu á Íslandi og er aðgengilegur, skiljanlegur og auðveldur að svara á ensku og pólsku. Með notkun spurningalistans er hægt að safna gögnum til að skilja upplifun þeirra og bæta þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.
Lykilorð: innflytjendur, barneignarþjónusta, virðing, sjálfræði, mismunun
Background: In Iceland, immigrants make up 15.6% of the population with the largest group consisting of Polish migrants. There is very limited knowledge on how the healthcare system meets the needs of foreign women receiving maternity care. In addition, the experience of respectful care, autonomy and mistreatment among foreign women within the Icelandic maternity health system has not been described.
Aims: The aim was to develop and pretest a survey about the experiences of childbearing migrant women in Iceland in the areas of respect, autonomy in decision-making and mistreatment in maternity care through standardized instruments.
Methods: The online survey was developed for the Icelandic healthcare system and includes questions about socio-demographics, birth outcomes and the following standardized instruments: Mothers on Respect Index (MORi), Mother’s Autonomy in Decision Making (MADM) scale and the Mistreatment by Care Providers in Childbirth Indicators (MCPC). The survey was translated to Polish using forward and backward translation and pretested in both English and Polish. Participants for the pre-testing phase were recruited through purposive and snowball sampling. Requirements included: 1) being a foreign woman; 2) childbirth in Iceland within the past 5 years; and 3) proficiency in English or Polish. Participants were asked to provide written evaluations on the functionality, format, comprehensibility, answer options and response time of the online survey.
Results: Eleven English-speaking and six Polish-speaking participants were recruited. The participants deemed the survey easy to access and understandable. Written evaluation of the questionnaire resulted in minor changes to the survey format, wording and answer options. In the end, the survey included 64 questions. Participants completed the survey in approximately 20 minutes on average.
Conclusion: Results show that this survey can be used to assess migrant women’s experiences of Icelandic maternity care and is accessible, understandable and easy to answer in both English and Polish. With this survey, it is possible to collect data that is necessary to understand their experiences and improve services for this vulnerable group.
Key words: Immigrants, maternity care, respect, autonomy, mistreatment
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_MS_ELM.07.05.2020.pdf | 1.22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_ELM2020.pdf | 142.3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |