en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35178

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif stuðnings frá ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum á tíðni og lengd brjóstagjafar Kerfisbundin fræðileg samantekt
 • The effectiveness of midwives and nurses support on the rate and length of breastfeeding Systematic review
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur eingöngu brjóstagjöf fyrir öll börn frá fæðingu til a.m.k. sex mánaða aldurs og brjóstagjöf lengur með annarri fæðu. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á kosti og yfirburði brjóstamjólkur samanborið við aðrar tegundir af næringu ungbarna er tíðni brjóstagjafar í Evrópu langt undir alþjóðlegum ráðleggingum. Á Íslandi eru yfir 90% barna lögð á brjóst stuttu eftir fæðingu og lækkar svo tíðnin hratt fyrstu mánuðina. Árið 2018 voru 16% barna eingöngu á brjósti við sex mánaða aldur.
  Tilgangur: Markmið með verkefninu var að varpa ljósi á mikilvægi stuðnings við brjóstagjöf frá heilbrigðisfagfólki, skoða stuðningsþarfir mæðra með barn á brjósti, svo og hvort og hvernig stuðningur hefur áhrif á tíðni og lengd brjóstagjafar.
  Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt var framkvæmd. Heimildaleit var gerð í PubMed, CHINAL, Scopus og Web of science. Leitað var að megindlegum rannsóknum sem birtar voru á árunum 2014—2019, þar sem stuðningur var veittur af heilbrigðisfagfólki og þar sem útkomumæling var tíðni og lengd brjóstagjafar. Alls uppfylltu 25 rannsóknir leitarskilyrðin og stóðust gæðamat.
  Niðurstöður: Stuðningur sem heilbrigðisfagfólki veitir konum með barn á brjósti hefur áhrif á tíðni og lengd brjóstagjafar.¬¬ Rannsóknum¬ ber ekki saman um hvaða stuðningsform sé hentugast. Árangurs¬ríkasti stuðningurinn er sá sem er samfelldur, byrjar á meðgöngu og heldur áfram eftir fæðingu og svo lengi sem konur eru með börnin á brjósti. Einnig er mikilvægt að stuðningurinn sé veittur af ljósmæðrum eða hjúkrunarfræðingum sem hafa mikla þekkingu og reynslu af brjóstagjöf.
  Ályktanir: Þar sem tíðni brjóstagjafar á Íslandi er undir alþjóðlegum ráðleggingum og menntun heilbrigðisfagfólks í brjóstagjöf ýmist ómarkviss eða lítið sýnileg, þarf að efla aðstoð og samfelldan faglegan stuðning við konur með börn á brjósti. Þegar á þarf að halda þurfa þær aðgang að heilbrigðisfagfólki sem býr yfir víðtækri eða sérfræðilegri þekkingu á brjóstagjöf.
  Lykilorð: Brjóstagjöf, eingöngu brjóstagjöf, faglegur stuðningur, stuðningur, útkoma.

 • Background: The World Health Organizations (WHO) recommends exclusive breastfeeding for all infants from birth to at least six months and longer with other food. Despite many studies demonstrating the benefits and superiority of breastmilk over other kinds of infant nutrition, breastfeeding rates in Europe are far below international recommendations. In Iceland over 90% of mothers initiate breastfeeding early after birth, yet breastfeeding rates fall rapidly during the first months. In 2018 only 18% of infants are exclusively breastfeeding at six months in Iceland.
  Aim: The aim of this project was to highlight the importance of health professionals supporting the needs of breastfeeding women, review the supporting needs of breastfeeding women and to determine if and how and the support affects the rate and length of breastfeeding.
  Design: Systematic review was conducted searching electronic databases PubMed, CINAHL, Scopus and Web of science. Inclusion criteria was quantitative research from 2014-2019, support from healthcare professional and the outcome measurement was the rate and length of breastfeeding. 25 research data points fulfilled the inclusion criteria and the quality assessment.
  Results: The data indicated that support from healthcare professionals affects both the rates and length of breastfeeding. Studies do not demonstrate what form of support is the most effective. The most successful breastfeeding support is continuous that starts in the pregnancy and continues after birth and lasts as long as the women breastfeeds. Furthermore it is important that the support is provided by midwives or nurses with extensive knowledge and experience of breastfeeding.
  Conclusions: As breastfeeding rate in Iceland is below international recommendations and health professionals’ education regarding breastfeeding is unorganized or invisible. Breastfeeding women need to have access to continuous support from healthcare professionals who have specific knowledge and training in breastfeeding.
  Keywords: Breastfeeding, exclusive breastfeeding, outcome, professional support, support.

Accepted: 
 • May 11, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35178


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman yfirlýsing undirrituð.pdf791.82 kBLockedDeclaration of AccessPDF
MShkjlokaloka.pdf867.15 kBOpenComplete TextPDFView/Open