is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35179

Titill: 
 • Reynsla Norðmanna af náms- og starfsfræðslu sem skyldunámsgrein
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í reynslu einstaklinga er koma að utdanningsvalg sem er skyldunámsgrein í náms- og starfsfræðslu í unglingadeild grunnskóla í Noregi. Áhersla var lögð á að varpa ljósi á hvernig viðmælendur upplifa stöðu námsgreinarinnar, ávinning hennar ásamt því að skoða hvaða mögulegar úrbætur væri þörf fyrir. Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru nýttar við rannsóknina og tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga sem koma að námskrárgerð og/eða kennslu námsgreinarinnar.
  Niðurstöður gefa til kynna að almenn ánægja sé með námsgreinina meðal viðmælenda og telja þeir hana mikilvæga. Þrátt fyrir ánægju viðmælenda er alltaf hægt að gera gott betra, en skortur á lokanámsmati í greininni og heitið utdanningsvalg er það sem helst ber á góma ásamt tregðu stjórnvalda til að gera breytingar á þessum atriðum. Þessi tvö atriði eru einnig meðal þess sem viðmælendur telja að hafi áhrif á almennt viðhorf til námsgreinarinnar og þar með stöðu hennar miðað við aðrar námsgreinar, meðal annars vegna þess að fólk áttar sig ekki á tilgangi hennar. Viðmælendur komu inn á skort fagþekkingar þeirra er koma að kennslunni í utdanningsvalg ásamt erfiðleikum við að afla sér þessarar þekkingar. Aftur á móti eru þeir ánægðir með framboð námsefnis og úrvalið mikið, en misgott. Því er fagþekking þeirra mikilvæg sem koma að kennslu utdanningsvalg til þess að velja úr því sem stendur til boða.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis the aim was to gain insight into the experiences of individuals involved in utdanningsvalg, which is a compulsory subject in career education, in Norwegian lower secondary schools. Emphasis was placed on highlighting the status of the subject, its benefits, as well as examining what possible improvements are needed. Qualitative research methods were used in the study which involved interviewing five individuals who were a part of the curriculum development and/or taught the subject.
  Findings indicate that there is a general satisfaction with the subject among the interviewees and they consider it important. Despite interviewers' satisfaction, there is always room for improvement. In their opinion, the lack of final assessment in the subject and the name utdanningsvalg are the most important issues that need to be addressed, however, the government has been hesitant in making these changes. These two issues are among what the interviewees believe is likely to influence the general opinion of the subject and thus its position relative to other subjects. Interviewees drew attention to a lack of professional knowledge that is needed to teach utdanningsvalg, as well as difficulties in acquiring this knowledge. On the other hand, they are pleased with the variety of study material, however not all published study materials are acceptable. Therefore, the professional knowledge of those who teach the subject is very important so they can filter out the study material of lesser quality.

Samþykkt: 
 • 11.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf251.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Reynsla Norðmanna af náms- og starfsfræðslu sem skyldunámsgrein_MRH.pdf720.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna