is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35182

Titill: 
  • Er starfsendurhæfing hagkvæm fjárfesting? Greining á kostnaðarábata VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
  • Titill er á ensku Is Vocational Rehabilitation a Good Investment? A Cost-Benefit Analysis of VIRK Vocational Rehabilitation Fund
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hefur aukning örorkulífeyrisþega verið algengt umræðuefni í samfélaginu. Kostnaður almannatryggingakerfisins vegna greiðslu örorkubóta hefur tvöfaldast á síðustu 20 árum en hann nam um 3,1% af vergri landsframleiðslu árið 2018. Þó hafa sérfræðingar nefnt að óbeinn kostnaður í formi tapaðrar framleiðslu vegna skertrar starfsgetu gæti verið um 6,7-8,7% af vergri landsframleiðslu á ári hverju. Einstaklingar með skerta starfsgetu hafa þó stundum möguleika á því að bæta stöðu sína og heilsu með hjálp viðeigandi úrræða og meðferða. Oft eru úrræðin sérsniðin að því að aðstoða einstaklinga við að komast aftur á vinnumarkað. Starfsendurhæfing er eitt slíkra úrræða en henni er ætlað að hjálpa einstaklingum sem búa við einhvers konar heilsubrest að vera í vinnu, snúa aftur til vinnu og haldast í vinnu. VIRK Starsfendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 og er starfsemin talin skila miklum fjárhagslegum og samfélagslegum ávinningi.
    Í ritgerðinni er fjallað um beinan og óbeinan kostnað samfélagsins vegna skertrar starfsgetu og tillögur til úrbóta eru gerðar á örorkubótakerfi landsins. Fjallað er um starfsendurhæfingu á Íslandi, form hennar og árangur. Kostnaður starfsendurhæfingar er borinn saman við mögulegan ábata til að skoða hvort starfsendurhæfing sé hagkvæm fjárfesting fyrir einstaklinginn sem hana sækir, hið opinbera og samfélagið allt. Niðurstöður sýna að núvirði fjárfestingarinnar fyrir einstaklinginn er um 2,7 milljónir króna ef miðað er við aukningu ráðstöfunartekna þegar viðkomandi fer af örorkulífeyri og í starf með vænt laun. Einstaklingurinn ber sjálfur lítinn sem engan kostnað af starfsendurhæfingunni og því er núvirði fjárfestingar hans alltaf jákvætt ef laun hans eftir skatt eru hærri en örorkulífeyrir eftir skatt. Núvirði fjárfestingarinnar fyrir hið opinbera er tæplega 14 milljónir króna ef miðað er við auknar skatttekjur launaðrar vinnu og sparnað sem verður til þegar einstaklingur fer af örorkulífeyri. Að síðustu er núvirði fjárfestingarinnar fyrir samfélagið tæplega 26 milljónir króna ef miðað er við ábata í formi framleiðsluaukningar sem á sér stað þegar starfsgeta eykst.

Samþykkt: 
  • 11.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Herdís Birta.pdf779,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Herdís Birta.pdf189,92 kBLokaðurYfirlýsingPDF