is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35183

Titill: 
  • Í öðrum heimi er þetta góð ritgerð: Eru fjölheimakenningar huggandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er rannsóknarspurningin: Eru fjölheimakenningar huggandi? Fjölheimakenningar eru kenningar sem segja til um að alheimurinn sem við búum í sé bara einn af mörgum. Til eru margar slíkar kenningar en verður hér stuðst við kenningu David Lewis. Fjölheimakenning Lewis segir að heimarnir séu svo gott sem óendanlegir og nær óendanlega fjölbreyttir. Í sumum heimanna eru til skepnur eins og til dæmis einhyrningar. Í sumum heimunum eru til einstaklingar sem eru alveg eins og maður sjálfur, þótt Lewis segi að þeir séu samt ekki maður sjálfur heldur einungis staðgenglar manns. Heimarnir eru fullkomlega aðskildir og ekki er hægt að ferðast á milli þeirra. Minnst er á tvær leiðir sem aðrir fræðimenn hafa notað til þess að færa rök fyrir því að fjölheimakenning Lewis sé huggandi. Ein er sú að maður geti átt kærustu í öðrum heimi en hin að kenningin geti leyst úr bölsvandanum í trúarbrögðum. Ég tel hvoruga leiðina vera sannfærandi. Athugað er hvort persónusamsemdarkenningu Derek Parfits sé hægt að flétta saman við kenningu Lewis til að veita huggun. Kenning Parfits segir að það sem maður er séu sálrænir eiginleikar eins og minningar og ætlanir. Þegar maður deyr eru heimar þar sem þessir eiginleikar birtast í öðrum einstaklingum. Þannig er hægt að lifa af, af því að sálrænu eiginleikarnir lifa af og þeir eru það sem maður er. Ég kemst að því að það sé ekki ákjósanlegt þar sem jafn margir heimar eru þar sem lífið er gott og þar sem það er slæmt og jafnvel í heimum þar sem lífið væri gott til þess að byrja með yrði það ömurlegt ef maður lifði að eilífu. Það er heldur ekki endilega huggandi ef fjölskyldan manns, samfélagið eða jafnvel mannkynið lifi af í öðrum heimum en hins vegar er gott að lífið sjálft muni lifa af í öðrum heimum ef svo skyldi fara að allt líf þurrkist út í þessum heimi. Því að þótt þessi heimur endi er hægt að hugga sig við að til séu aðrir heimar sem endi ekki. Þetta er að mínu mati besta leiðin til þess að nýta fjölheimakenningar sem huggun.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis of the essay is: Are multiverse theories comforting? Multiverse theories depict that the world we live in is just one of many. There are many of such theories, but here the focus will be on the David Lewis’s theory. The multiverse theory of Lewis depicts that the worlds are as good as infinite and near infinitely diverse. In some of these worlds, there are creatures like unicorns; in others, there are individuals who are exactly like you. Lewis says they are not you but only your counterparts. The worlds are completely separated, and it is not possible to travel between them. Two ways are mentioned that other scholars have used to show how the multiverse theory of Lewis is comforting. One theory depicts that you can get a girlfriend from some other world and the other that Lewis´s theory can be used to solve the problem of evil in religion. I argue that neither is convincing. I then examine whether the personal identity theory of Derek Parfit is compatible with Lewis’s theory in the search for comfort. The Parfit’s theory depicts that what you are is your psychological properties like your memories and intentions. When you die, there are other worlds where those properties pop up within another individual. Therefore, it is possible to survive. Because it is the psychological properties that is what make you you. I argue that it is not good, as there are as many worlds where your life is good as there are ones where it is awful. Even in the worlds where it is good to begin with, it would become awful if you lived forever. It may not be comforting that your family, society or even mankind itself survives in another world. However, it is good that life itself will survive in other worlds in case it would seize to exist in this world. Because even if this world ends, it can be comforting that another will not end. This is in my opinion the best way to find multiverse theories comforting.

Samþykkt: 
  • 11.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í öðrum heimi er þetta góð ritgerð.pdf546.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Adam.jpg19.3 kBLokaðurYfirlýsingJPG