is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35184

Titill: 
 • Saga af frumkvöðlastarfi og nýsköpun í opinberri þjónustu: Stofnun og stjórnsýsluleg staða Fjölsmiðjunnar í ljósi hugmynda um tengslanet í opinberri stjórnsýslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er nýsköpun í opinberri velferðarþjónustu. Markmiðið er að fá sýn á það hvernig aðstæður í samfélaginu leiða til þess að stjórnvöld sjái sig knúin til að bregðast við með nýstárlegum aðgerðum og hvernig þær aðgerðir kalla á samstarf ólíkra aðila. Í þessum tilgangi er sjónum beint að verkefninu Fjölsmiðjan og aðdragandi og tilurð þess samstarfs sem þar er að baki skoðað og skilgreint sem tengslanet í opinberri stjórnsýslu.
  Í rannsókninni er notuð aðferðafræði eigindlegra tilviksrannsókna með greiningu á fyrirliggjandi heimildum, gögnum og viðtölum. Við greiningu á tilurð Fjölsmiðjunnar og hvers vegna starfsemi hennar hófst á tilteknum tíma verður sjónarhorni dagskrárkenninga beitt. Þar er stuðst við rannsóknir Kingdon á því hvernig mál ná athygli og komast á dagskrá stjórnvalda. Þá eru gögnin skoðuð í ljósi hugmynda um tengslanet og er stuðst við greiningarramma þeirra Koliba, Meek og Zia á tengslanetum í opinberri stjórnsýslu.
  Helstu niðurstöður sýna að aðstæður í samfélaginu hafi átt sinn þátt í því að „gluggi tækifæranna“ opnaðist þegar málefni ungs fólks í vanda komust á dagskrá stjórnvalda. Þá eru færð rök fyrir því að ef ekki hefði verið fyrir þátt athafnamannsins hefði úrræðið Fjölsmiðjan ekki orðið að veruleika í núverandi mynd. Niðurstaðan sýnir að tengslanetið beri einkenni þess að hafa leiðandi stofnun innanborðs, samanber greiningarramma þeirra Koliba, Meek og Zia. Rök eru færð fyrir því að stjórnvöld beri lýðræðislega ábyrgð með aðkomu sinni að Fjölsmiðjunni og því séu umboðstengslin milli kjósenda og fulltrúa ekki rofin.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this thesis is innovation in public welfare services. The aim of the study is to illuminate how different circumstances within society push those in power to take actions and how these actions, in return, require collaboration between different parties. For that purpose it focuses on Fjölsmiðjan, a production school for young people, and explores the formation of a network established to enable innovative responses to social problems. The study addresses the questions why Fjölsmiðjan was established, what characterizes the participants involved in the project and how and why that particular co-operative network was created?
  A qualitative case study approach was applied and data collected from interviews and existing policy and legislative documents. To illuminate how issues gain momentum and reach government agenda, Kingdon´s (2014) idea of policy window was chosen as an explanatory theoretical perspective. Finally, the data was examined and analysed through the analytical framework of governance network in public administration and policy introduced by Koliba, Meek and Zia (2011).
  The findings show how circumstances in society opened „a window of opportunity“ when issues of young people in trouble were redefined and brought to government‘s attention. The study highlights the critical role of a policy entrepreneur in the policy development. Analytical conclusions suggest that Fjölsmiðan as a governance network is characterized by a lead organization. Finally, the study concludes that Fjölsmiðjan is democratically anchored via its direct link to public institutions involved in the project and thus the chain of command between voters and representatives is in place.

Samþykkt: 
 • 11.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - yfirlýsing um meðferð á lokaverkefni.pdf53.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðlaug Ósk Gísladóttir lokaskil MPA 10. maí 2020.pdf482.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna