is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3519

Titill: 
  • Bankaleynd og upplýsingakröfur stjórnvalda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginreglan um bankaleynd felur í sér þagnar- og trúnaðarskyldu fjármálafyrirtækja og starfsmanna þeirra gagnvart viðskiptamönnum. Reglan er lögfest í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Í íslenskum rétti virðast reglur um bankaleynd einkum byggjast á sjónarmiðum um friðhelgi einkalífs en einnig búa að baki önnur sjónarmið á borð við vernd viðskiptahagsmuna banka og fjármálafyrirtækja. Hefst ritgerðin, að loknum stuttum inngangi, á umfjöllun um þessi sjónarmið. Því næst verður gerð grein fyrir gildissviði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og vikið að þagnarskylduákvæðum sem lögfest eru á öðrum sviðum réttarins. Meginregla 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki er ekki fortakslaus enda kveðið á um í greininni að þagnarskylda víki þegar skylt er að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Veigamestu undantekningarnar af þessum toga felast í lögbundnum heimildum opinberra aðila til þess að krefjast gagna og upplýsinga af fjármálafyrirtækjum. Kjarni ritgerðarinnar er umfjöllun um helstu lagaákvæði sem takmarka bankaleynd með þessum hætti, þær heimildir sem í þeim felast og hvernig þeim hefur verið beitt í framkvæmd þar sem hún er til staðar. Vegna þess að þeir opinberu aðilar sem fjallað verður um, teljast til stjórnvalda, verður fjallað sérstaklega um þær meginreglur stjórnsýsluréttarins sem þessir aðilar eru bundnir af í störfum sínum. Sú umfjöllun takmarkast við þær reglur sem virðast hafa einna mesta þýðingu í tengslum við upplýsingakröfur stjórnvalda sem víkja til hliðar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Leitast verður við að greina hvernig þessar reglur birtast í lagaheimildum hlutaðeigandi stjórnvalda sem og í úrlausnum dómstóla og úrskurðaraðila þar sem slíkum úrlausnum er til að dreifa. Í lok ritgerðarinnar munu aðalatriði hennar síðan dregin saman.

Samþykkt: 
  • 7.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VS_pd_fixed.pdf600.1 kBLokaðurHeildartextiPDF