Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35192
Síðustu ár hafa stjórnmálafræðingar erlendis rannsakað fyrirbæri sem á íslensku kallast flokkaröðun kjósenda (e. partisan sorting). Flokkaröðun kjósenda er ferli þar sem kjósendahópar stjórnmálaflokka verða einsleitari innbyrðis og þ.a.l. ólíkari milli flokka, m.t.t. málefnaafstöðu. Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka flokkaröðun hérlendis og hvort hún hafi aukist í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Efnahagshrunið var stór viðburður í sögu Íslands og fylgdu því breyttir stjórnsýsluhættir. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að flokkaröðun meðal kjósenda hefur aukist frá því að efnahagshrunið átti sér stað, sérstaklega með tilliti til alþjóðamála. Ástæður þess að flokkaröðun hefur aukist hérlendis eru fleiri en bara efnahagshrunið. Fleiri stjórnmálaflokkar og opinberun Panama-skjalanna hafði umtalsverð áhrif á flokkaröðun á Íslandi sem og viðhorf kjósenda til málefnanna sem eru hér til skoðunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð_emí_skil.pdf | 556,31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Doc-11-May-2020-1317.pdf | 323,99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |