Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35193
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er karlmennskuhugmyndir og viðhorf karla til jafnréttis. Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á karlmennskuhugmyndir sem birtust í frásögnum karla á Twitter og hvað einkenndi viðhorf karla sem ekki skilgreina sig sem femínista til jafnréttis. Niðurstöðurnar voru settar í samhengi við kenningar um kynjakerfi, karlmennskur og karlréttindasjónarmið. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem gögnin samanstóðu af viðtölum við sex karla og frásögnum á Twitter sem voru þema- og orðræðugreind auk þess sem verklagi grundaðrar kenningar var beitt til að draga fram helstu niðurstöður.
Niðurstöðurnar sýndu margvísleg sjónarmið meðal karla gagnvart karlmennsku og karlmennskuhugmyndum. Á meðan sumir vildu brjótast undan oki þeirra töldu aðrir femínista hafa eyðilagt karlmennsku og vera í stríði gegn körlum. Niðurstöður vörpuðu ljósi á tengsl sexisma, eðlishyggju og heterósexisma við ráðandi karlmennskuhugmyndir sem birtust í frásögnunum á Twitter, sem höfðu íþyngjandi áhrif á karla. Þá bentu niðurstöður til þess að frásagnir karla á Twitter gefi tilefni til að trúa að til staðar sé frjór jarðvegur fyrir jákvæða karlmennsku sem er styðjandi við jafnrétti þar sem frásagnirnar í heild samræmdust femínískum aktívisma.
Viðhorf viðmælenda í viðtalsrannsókn einkenndust hins vegar af karlréttindasjónarmiðum, efasemdum um karllæg yfirráð kynjakerfisins, andstöðu við femínista og skoðunum byggðum á tilfinningum eða fákunnáttu. Viðmælendur skilgreindu sig sem jafnréttissinna þótt fátt í viðhorfum þeirra teldist styðjandi við jafnrétti né til þess fallið að bæta stöðu jaðarsettra karla. Einkenndust viðhorf viðmælenda af orðræðu sem festir frekar í sessi kynjamisrétti og íhaldssamar karlmennskuhugmyndir.
Lykilorð: Kynjafræði, kynjakerfi, karlmennska, #karlmennskan, femínismi, karlréttindasinnar, andspyrna
The topic of this thesis is masculinities and men´s view on equality. The main purpose was to shed light on the masculinities ideas that appeared in men´s stories under the hashtag (#) karlmennskan on Twitter, and to characterize the views of men that do not define themselves as feminists, on equality. The results were put into the context of theories on patriarchy, masculinities and men´s rights. Qualitative research methods were used along with methods of grounded theory, thematic analysis and discursive analysis on transcribed interviews and tweets from Twitter.
The results showed diverse ideas and views on masculinities and equality. While some men wanted to break free from traditional ideas of masculinity, others felt that feminists had destroyed masculinity and were attacking men. The results put light on how sexism, essentialism and heterosexism are related to hegemonic masculinity which appeared in men´s stories from Twitter, that negatively effected men´s lifes. The results also pointed out that men´s stories from Twitter are in line with feminist activism and gives hope that a fruitful soil exists for positive masculinity that supports equality.
The views of the men that did not define themselves as feminists towards equality were characterized by men´s rights views, scepticism towards patriarchy, opposition to feminism and opinions based on feelings or ignorance. The interviewees defined themselves as egalitarians although not much in their attitudes was considered supportive towards equality nor likely to be supporting to subordinated men. Their attitudes were characterized by discourse that further maintains sexism and traditional hegemonic masculinity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð M.A. Þorsteinn V. #karlmennskan.pdf | 994,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing meðferð ÞVE.pdf | 155,49 kB | Lokaður | Yfirlýsing |