is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35196

Titill: 
  • „Ekki borin sama virðing fyrir okkur“: Upplifun hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna á að starfa innan hjúkrunarheimila á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur fjöldi hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna flust búferlum hingað til lands og hafið störf í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þessir einstaklingar hafa brugðist við ríkjandi skorti á heilbrigðisstarfsfólki sem hefur verið vandamál á Íslandi til lengri tíma og því mikilvægt að halda vel utan um þennan hóp. Þátttakendur rannsóknarinnar voru hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna og var meginmarkmiðið að fá innsýn í upplifun þeirra á að starfa á hjúkrunarheimilum á Íslandi ásamt upplifun þeirra á hvötum og hindrunum til að vaxa í starfi innan þeirra. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við tíu hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að lítil tungumálakunnátta og að hafa orðið fyrir fordómum hafi haft neikvæð áhrif á upplifun þeirra. Stuðningur samstarfsfólks skipti lykilmáli ásamt góðum samskiptum innan hjúkrunarheimilanna fyrir jákvæða upplifun. Að vera treyst fyrir ábyrgðarhlutverkum og fá tækifæri til að vera sjálfstæðir hvatti þá til að vaxa í starfi ásamt því að geta reglulega sótt starfstengd námskeið.
    Út frá niðurstöðunum má álykta að margt er hægt að gera betur til að bæta stöðu þessa hóps og er það von rannsakanda að þessi rannsókn nýtist stjórnendum hjúkrunarheimila sem eru með starfandi hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna til að vera meðvitaðri um stöðu þeirra. Nýta mætti rannsóknina til að hvetja stjórnendur enn fremur til að notast við þá þætti sem komu fram í niðurstöðunum til að gera betur svo þessi mikilvægi hópur í íslenskri heilbrigðisþjónustu hafi aukna möguleika til að vaxa í starfi.
    Lykilorð: Innflytjendur, hjúkrunarfræðingar, tungumál, fordómar, samskipti, traust, ábyrgð, námskeið.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years, several nurses of foreign origin have migrated to Iceland to work within the Icelandic healthcare system. These individuals have responded to a lack of health care professionals which has been an ongoing problem in Iceland. It is therefore important to provide adequate care for these people. The participants of this study were nurses of foreign origin. The aim was to gain insight into their work experience and obstacles they faced during their careers within nursing homes in Iceland. A qualitative interview method was utilized where ten nurses were interviewed. The findings of this study indicate that lack of language comprehension and experience of prejudice had negative effect on the participants. Co-worker support, as well as effective communication within the nursing homes, correlated with positive opinions. The feeling of having been entrusted with a role of importance and getting an opportunity to be independent provided them with encouragement for professional growth, as well as the potential to attend work related courses.
    From the findings, one could conclude that much can be done to improve the circumstances of this group. This study will hopefully provide managers of nursing homes, who have employed nurses of foreign origin, with a better understanding of their conditions. The study could also be used to encourage managers to make use of the findings so that this important group in the Icelandic health services are better able to obtain professional growth.

    Keywords: Immigrants, nurses, language, prejudices, communication, trust, responsibility, courses.

Samþykkt: 
  • 11.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VIÐ431L_Inga Þórs Yngvadóttir_MS-ritgerð.pdf646,65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.pdf81,33 kBLokaðurYfirlýsingPDF