is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35200

Titill: 
 • Hefði ný stjórnarskrá getað komið í veg fyrir hrunið á Íslandi 2008?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni til 30 eininga M.A.-prófs í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er sjónvarpsþáttur og greinargerð um vinnslu sjónvarpsþáttarins og fjölmiðlaumhverfi í tengslum við gerð heimildarþátta. Sjónvarpsþátturinn er í tveimur hlutum þar sem spurt er hvort ný stjórnarskrá hefði getað komið í veg fyrir hrunið á Íslandi 2008. Í fyrri hlutanum lýsir þulur stjórnarfari frá landnámi og dæmi eru tekin af pólitískum aðgerðum stjórnvalda og umsvifum íslensku bankanna á húsnæðismarkaði í aðdraganda hrunsins. Í síðari hlutanum svara viðmælendur spurningum um hlutverk stjórnarskrár og þá hvort og hvernig ný stjórnarskrá hefði getað komið í veg fyrir hrunið.
  Í þessu verkefni styðst ég við upptökur mínar árin 2009-2014 af mótmælum á Austurvelli, Borgarafundum og öðrum viðburðum, sem tengdust hruninu. Þátturinn lýsir aðdraganda hrunsins og miðlar áliti fólks, sem var áberandi í umræðunni í kjölfar hrunsins.
  Fyrir þetta verkefni hafði ég kynnt mér innihald stjórnarskrár Íslands og tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrra stjórnskipunarlaga.
  Skoðanir viðmælenda voru skiptar um það hvort ný stjórnarskrá hefði getað komið í veg fyrir hrunið en flestir voru á þeirri skoðun að svo væri ekki. Hins vegar kom fram að annars konar stjórnarskrá en sú íslenska hefði mögulega getað dregið úr afleiðingum hrunsins.

Samþykkt: 
 • 12.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pétur Fjeldsted Einarsson Lokaverkefni.pdf550.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Pétur_Fjeldsted_Einarsson-Skemman_yfirlysing.pdf74.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF