is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35202

Titill: 
  • Forseti Íslands og tillögur stjórnlagaráðs: Forsetakafli stjórnarskrárinnar, er breytinga þörf?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2011 afhenti stjórnlagaráð forseta Alþingis frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Þessar tillögur ráðsins voru afrakstur helstu vinnu sem átt hefur sér stað á Íslandi til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni, en núgildandi stjórnarskrá má kalla bráðabirgðastjórnarskrá og hefur hún að miklu leyti verið óbreytt frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Meðal breytinga í tillögum stjórnlagaráðs voru breytingar á embætti og hlutverki forseta Íslands. Í þessari ritgerð verður fyrst leitast við að skýra hlutverk og völd forsetans miðað við gildandi stjórnarskrá með því að skoða stjórnmálasögu landsins. Síðan verður leitað frekari dæma með því að skoða stjórnmálasögu annars lýðveldis þar sem forsetaembættið var með svipuðu móti og á Íslandi, nánar tiltekið Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi á árunum 1919 til 1933. Við þessa sagnfræðilegu yfirferð mun koma fram hver völd forsetaembættisins eru og hvernig þeim má beita í þingræðisríki líkt og er hér á landi. Að því loknu verða dregnar fram breytingar á forsetaembættinu í tillögum stjórnlagaráðs og að lokum verður fjallað um þær breytingar á grundvelli þess sem fram hefur komið í tilraun til að meta hvort þær séu til hins betra. Niðurstaða höfundar er að hægt er að setja út á breytingar á forsetakaflanum í tillögum stjórnlagaráðs í ljósi sögunnar, bæði á Íslandi og frá Weimar-lýðveldinu. Þær eru þó ekki allar alslæmar og með því sem kemur fram í þessari ritgerð er hægt að sjá hvað þarf að hafa í huga ef gera á tillögur um breytingar á forsetakaflanum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forseti_Islands_og_tillogur_stjornlagarads.pdf604.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20180822051257_001.pdf410.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF