is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35203

Titill: 
  • Hafa félagsleg samskipti áhrif á sjálfsmynd döff fólks í fámennu samfélagi heyrnarlausra á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig döff einstaklingar upplifa það að eiga félagsleg samskipti við döff og heyrendur og hvernig slík samskipti hafa áhrif á sjálfsmynd þeirra. Mikilvægt var að samskiptin væru skoðuð út frá sjónarhóli döff fólks. Þátttakendur í
    rannsókninni voru sex einstaklingar, þrír karlar og þrjár konur. Við rannsóknina, sem var unnin á árunum 2016 til 2020, var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum: viðtölum og þátttökuathugunum. Niðurstöður benda til þess að döff fólk nái ekki að hafa nægjanleg félagsleg samskipti á táknmáli hér á landi og að það hafi mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra. Döff fólk og samfélag heyrnarlausra standa frammi fyrir miklum breytingum, einkum vegna aukinna kuðungsgræðslanna og annarra tæknibreytinga. Mikilvægt er að brugðist verði við þeim breytingum til þess að tryggja lífsgæði döff fólks hér á landi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-gráða Fötlunarfræði vor 2020.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kristinnad4489_200510-074713-26e4.pdf276.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF