is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35208

Titill: 
  • Biðlistar eftir liðskiptaaðgerð: Kostnaðarvirknigreining á styttingu biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Liðskiptaaðgerðir eru með algengustu bæklunarskurðaðgerðum og á síðustu árum hafa biðlistar eftir slíkum aðgerðum lengst á Íslandi. Biðtími eftir liðskiptaaðgerðum er nú vel umfram sett viðmiðunarmörk embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir skurðaðgerðum og þurfa sjúklingar því að búa við skerta heilsu og lífsgæði lengur en talist getur eðlilegt. Biðlistarnir hafa ekki einungis áhrif á líkamlega og andlega heilsu sjúklingana heldur geta þeir verið kostnaðarsamir fyrir samfélagið í heild. Markmið þessarar ritgerðar er að beita kostnaðarvirknigreiningu út frá samfélagslegu sjónarhorni til þess að meta hagkvæmni þess að auka aðgerðafjölda og stytta eða eyða biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Kostnaður við biðlista í desember 2019 var reiknaður og út frá þeim biðlistum var sett fram áætluð þróun biðlista til ársins 2030. Samfélagslegur kostnaður við biðlista hvers árs frá 2019 til 2030 var reiknaður og settar voru fram tillögur að leiðum til úrbóta og með kostnaðarvirknigreiningu var hagkvæmasta leiðin fundin. Niðurstöður kostnaðargreiningar sýna að samfélagslegur kostnaður við biðlista eftir liðskiptaaðgerðum árin 2019 til 2030 mun verða 97.399 milljónir ef ekkert er gert til að sporna gegn því að fjöldi á biðlista vaxi með sama hætti og hingað til. Niðurstöður kostnaðarvirknigreiningarinnar sýna að hagkvæmast væri að grípa til róttækra aðgerða og fjölga aðgerðum þannig að framboð aukist um 767 aðgerðir á ári. Með róttækum aðgerðum er hægt að minnka samfélagslegan kostnað biðlista eftir liðskiptaaðgerðum um 88.217 milljónir eða rúm 90%.

Samþykkt: 
  • 12.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1,47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
undirrituð yfirlýsing.pdf300,56 kBLokaðurYfirlýsingPDF