Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35209
Markmið rannsóknarinnar „...klárlega bætt frammistaða...“, var að skoða sameiginlega upplifun og reynslu starfsmanna af vinnustaðaskólum og áhrifum þeirra á starfsþróun og árangur. Rannsóknarspurning rannsóknarinnar var: „Hver er upplifun starfsmanna í sölu- og þjónustufyrirtækjum af vinnustaðaskólum?“ Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð til að leitast eftir upplifun starfsmanna af viðfangsefninu og svara rannsóknarspurningunni. Við greiningu viðtalanna var notast við fyrirbærafræðilega gagnagreiningu sem er ein nálgun eigindlegrar rannsóknaraðferðar. Tekin voru tíu viðtöl í fimm sölu- og þjónustufyrirtækjum á Íslandi. Við greiningu viðtalanna komu í ljós fimm þemu, þau voru aukin liðsheild, öryggi í starfi, breytt hegðun starfsmanna, tímaleysi og eftirfylgni ábótavant. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að vinnustaðaskólar í sölu- og þjónustufyrirtækjum á Íslandi auki tækifæri starfsmanna á starfsþróun og bæti frammistöðu og árangur í starfi en eftirfylgni með starfsþjálfun var ábótavant.
Lykilhugtök: Starfsánægja, árangur, starfsþróun, vinnustaðaskólar og eftirfylgni
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„...klárlega bætt frammistaða...“ - lokaskil .pdf | 545.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Karen v Skemman.pdf | 1.29 MB | Lokaður | Yfirlýsing |