Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35210
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort að tengsl séu á milli starfsumhverfis og veikindafjarvista starfsmanna hjá ríkinu með sérstakri áherslu á veikindafjarvistir kvenna. Það má velta fyrir sér hvort að starfsumhverfi ríkisins sé ekki hliðhollt konum, þar
sem þær eru oftar frá vinnu vegna veikinda en karlar. Þar að auki sýna gögn að þær hætta sex árum fyrr í starfi og margar eru komnar á örorkubætur rúmlegar fimmtugar. Ritgerðin skiptist í fræðilega umfjöllun um tengsl starfsumhverfis og veikindafjarvista sem byggir aðallega á erlendum rannsóknum en íslenskar rannsóknir eru af skornum
skammti. Þá er gerð megindleg rannsókn á tengslum starfsumhverfis ríkisstarfsmanna á Íslandi og veikindafjarvista.
Í rannsókninni eru borin saman gögn sem fengust frá Fjársýslu ríkisins um veikindafjarvistir á árinu 2018 er varða dagvinnustofnanir. Gögnin eru borin saman við einkunnagjöf starfsmanna sömu stofnana ríkisins úr starfsumhverfiskönnuninni Stofnun ársins frá sama ári.
Niðurstöðurnar sýna marktæka fylgni á milli starfsumhverfisþátta og veikindafjarvista hjá starfsmönnum en engin marktæk tengsl komu fram í undirtilgátunum sem snúa að konum. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem birtast í rannsókninni má álykta að starfsumhverfi hafi töluverð áhrif á veikindafjarvistir. Þá kemur fram sterk fylgni
veikindafjarvista á milli ára og benda niðurstöður til að þær séu ekki tilviljunarkenndar. Þá kemur fram að veikindafjarvistir kvenna eru fleiri en karla hjá þátttökustofnunum en rannsaka þarf betur ástæður fyrir því.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPA_ritgerð_skilaskjal 1611693829..pdf | 990,51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis-1611693829.pdf | 310,6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |