en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35212

Title: 
 • Title is in Icelandic Tengsl fæðingarþunglyndis við tíðni brjóstagjafar fullburða barna á Íslandi
 • Title is in Icelandic The impact of postpartum depression on the frequency of breastfeeding of full-term infants in Iceland
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Lengi hafa kostir brjóstagjafar verið þekktir, bæði fyrir móður og barn. Skortur er á nýlegum rannsóknum á tíðni brjóstagjafar á Íslandi en ýmsar samfélagslegar breytingar hafa orðið undanfarin ár, sem kunna að hafa áhrif á tíðni brjóstagjafar. Einnig er skortur á nýlegum rannsóknum á tíðni fæðingarþunglyndis og tengslum þess við brjóstagjöf á Íslandi.
  Tilgangur verkefnisins er að kanna tíðni brjóstagjafar hjá fullburða, heilbrigðum börnum á Íslandi og að kanna tíðni fæðingarþunglyndis hjá mæðrum fullburða, heilbrigðra barna á Íslandi. Einnig að athuga hvort munur sé á tíðni brjóstagjafar á milli mæðra með fæðingarþunglyndi og mæðra sem ekki eru með fæðingarþunglyndi.
  Verkefnið er unnið úr gögnum stærri rannsóknar þar sem gögnum var safnað frá mæðrum (n=277) sem áttu barn á Landspítala háskólasjúkrahúsi frá mars 2015 til loka maí 2017.
  Tíðni brjóstagjafar fullburða, heilbrigðra barna á Íslandi var 98% fyrstu vikuna heima. Við 1 mánaðar aldur barns voru 96% á brjósti, 84% við 4 mánaða aldur, 61% við 8 mánaða aldur og 22% við 12 mánaða aldur. Tíðni eingöngu brjóstagjafar var 86% fyrstu vikuna heima, 74% við 1 mánaðar aldur og 43% við 4 mánaða aldur barns. Tíðni fæðingarþunglyndis hjá mæðrum fullburða, heilbrigðra barna á Íslandi var 9% einum mánuði eftir fæðingu og 8% fjórum mánuðum eftir fæðingu. Marktækur munur reyndist vera á tíðni brjóstagjafar barna hjá mæðrum með fæðingarþunglyndi og mæðrum sem ekki voru með fæðingarþunglyndi við 1 mánuð (p<0,01) en ekki reyndist vera marktækur munur 4 mánuðum eftir fæðingu.
  Flestar mæður á Íslandi hefja brjóstagjöf og tíðni brjóstagjafar er almennt há í samanburði við önnur lönd, þó er tíðni eingöngu brjóstagjafar heldur lág. Fæðingarþunglyndi virðist hafa áhrif á upphaf brjóstagjafar en ekki lengd. Frekari rannsókna er þörf á tengslum fæðingarþunglyndis við brjóstagjöf á Íslandi og hvernig hjúkrunarfræðingar geti stutt við mæður með fæðingarþunglyndi til þess að stuðla að brjóstagjöf.
  Lykilorð: Fæðingarþunglyndi, eingöngu brjóstagjöf, brjóstagjöf, fullburða barn

Accepted: 
 • May 12, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35212


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerd.pdf1.76 MBOpenComplete TextPDFView/Open
lokaverkefni-yfirlysing.jpg55.38 kBLockedDeclaration of AccessJPG