is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35217

Titill: 
  • „Ég gæti það ekki nema það væri sveigjanleiki“. Samræming vinnu og fjölskyldulífs framhaldsskólakennara
  • Titill er á ensku „I wouldn‘t be able to do it unless there was flexibility“ Balancing work and family life of secondary school teachers.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna sveigjanleika í starfi framhaldsskólakennara og hvernig þeir nýta hann til að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Samræming vinnu og fjölskyldu getur verið flókið samspil ýmissa þátta og framhaldsskólakennsla talið frekar fjölskylduvænt starf. Einnig var kannað hver ávinningur af slíkum sveigjanleika væri. Rannsóknin er byggð á hálfopnum viðtölum við átta framhaldsskólakennara af landsbyggðinni sem eiga barn eða börn á aldrinum 9 mánaða til 13 ára. Sveigjanleiki í starfi framhaldsskólakennara veitir þeim frelsi og ráðrúm til að haga vinnutíma sínum eftir hentugleika, að föstum kennslustundum undanskildum. Niðurstöður sýna að framhaldsskólakennarar noti sveigjanleika í starfi til að sinna fjölskyldu og töldu hann nauðsynlegan til að koma til móts við hlutverk sitt sem foreldri. Í ljós kom að ávinningurinn er sá að framhaldsskólakennarar hafa möguleika á að sinna þörfum fjölskyldunnar á vinnutíma en niðurstöður sýna þó einnig að sveigjanleikinn ýti undir að óskýr lína myndist milli vinnu og heimilis. Framhaldsskólakennararnir áttu allir það sameiginlegt að vinna mikið um kvöld og helgar en þó er ekki hægt að staðfesta með vissu að það sé vegna sveigjanleikans eða of mikilla anna. Álag í starfi kemur sterklega fram hjá framhaldsskólakennurum og lýsir sér þá helst sem tímaskortur og ójafnt vinnuálag. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa góða innsýn í starfsvettvang framhaldsskólakennara og gefa til kynna að sú samfélagslega mynd sem við höfum af störfum og starfsvettvangi er ekki endilega nákvæm og því þarf að huga vel að vali á starfsvettvangi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to gain insight into the experience of having flexible work arrangements among upper secondary school teachers and how they use the flexibility to coordinate work and family life. The possible benefits of flexibility at work were also explored. The study is based on eight interviews with high school teachers reciding outside the capital region and with childcare responsibilities for children from 9 months up to 13 years. The findings reveal that creating a balance between work and family life involves a complex interplay of factors. The upper secondary school teachers feel they have flexible work hours and quite a bit of control over their work hours and work location, apart from scheduled teaching hours.In addition to teaching time, they can manage their work time themselves as it does not require their presence at schools. The findings further show that the highschool teachers use their flexible work arrangements to take care of family responsibilities and deem them necessary to be able to fulfill their role as a parent. Therefore, on the one hand there is the benefit of flexible work arrangements creating the opportunity to meet family's needs during working hours. However, on the other hand, the study also indicates that work flexibility can result in unclear boundaries between work and family life. While the highschool teachers worked extensively during evenings and weekends, it remains unclear whether or not this is caused by the work flexibility. Stress is notably high within the profession, and among the interviewees, and might be related to time scarcity and an uneven workload in combination with professional ambition.

Samþykkt: 
  • 12.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_ES.pdf301.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF
EyglóSófusdóttir_Skil.pdf622.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna