is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35221

Titill: 
 • Lögmæti og skattar: Hefur lögmæti áhrif á greiðslu skatta?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er rannsóknarverkefni sem byggir á megindlegum niðurstöðum rannsóknar Gunnars Helga Kristinssonar frá árinu 2019. Rannsókn Gunnars Helga byggist á skoðanakönnun þar sem hann kannar tengsl skatta og lögmætis meðal Íslendinga. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að kanna hvað það er sem fær fólk til þess að greiða skatta, þá sérstaklega í þeim tilfellum þar sem auðvelt er að komast upp með skattaundanskot. Notast verður við aðgerðabindingu (e. operationalization) þar sem hugtök og kenningar annarra fræðimanna verða tengd við mælanlegar niðurstöður úr rannsókn Gunnars Helga í þeim tilgangi að kanna gildi tiltekinna kenninga.
  Í ritgerðinni verður fjallað um lögmæti, bæði hvernig stjórnvöld hafa áhrif á lögmæti og um mikilvægi lögmætis meðal almennings fyrir stjórnvöld. Skattsvik og viljinn til að greiða skatta verður síðan tengdur við lögmæti og mikilvægi þess. Ransókninni er ætlað að sýna fram á hvernig lögmæti hefur áhrif á ákvarðanir fólks varðandi skattgreiðslur, hvort það kýs að borga skatta sjálfviljugt eða svíkjast undan í þeim tilfellum þar sem það hefur tök á að stinga undan skatti án þess að eiga á hættu að nást fyrir brotið. Þekking á slíkri hegðun er mikilvæg fyrir stjórnvöld til þess að gera ráðstafanir varðandi skatta og innheimtu skatta sem og til að draga úr þeim kostnaði sem liggur í skattaeftirliti.
  Auk niðurstaðna úr skoðanakönnun Gunnars Helga verður stuðst við fyrri rannsóknir á tengdu efni sem og kenningar fræðimanna um skattsvik og lögmæti. Til þess að tengja saman lögmæti og skatta verður hugtakið lögmæti fyrst útskýrt og eins ýmsar gerðir lögmætis. Þar á eftir verður íslenska skattakerfið útskýrt. Verður síðan leitast við að sýna fram á það hvernig álit almennings á sköttum og skattsvikum er á Íslandi, bæði út frá aldri, kyni og menntastigi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Íslendingar eru almennt meðvitaðir um óréttmæti þess að skjóta undan skatti og meirihluti Íslendinga tekur ekki þátt í slíkri háttsemi. Þó eru fleiri sem stunda skattaundanskot heldur en viðurkenna réttmæti þess.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper is a research paper that builds on quantitative research that Gunnar Helgi Kristinsson performed in 2019. In his research, Kristinsson conducted a survey to look into the connection between taxes and legitimacy amongst the Icelandic population. The goal is to find out why people are willing to pay taxes, especially in circumstances where they can easily get away with cheating the tax system. In this research paper, I will be operationalizing many connecting theories from other authors with the quantitative results of Gunnar Helgi’s survey in order to test those theories.
  In this paper, legitimacy will be discussed into detail, how government affects legitimacy and how important legitimacy amongst the public is for the government. Tax evasion and the willingness to pay taxes will then be connected to legitimacy and it’s importance. The knowledge that I expect to create with this paper is how legitimacy affects people’s decisions regarding tax payments, whether people choose to pay taxes or to cheat in a situation where they can get away with cheating without the risk of being caught. Knowledge about people’s behavior regardings taxes and tax evasion is of big importance for the government in order to be able to make plans regarding taxes and tax evasion and to minimize the cost behind the tax investigation. 
  As well as using Gunnar Helgi’s results in this paper I will be using information from previous researches about the subject and introduce theories from other well-known scholars about both taxes and legitimacy. In order to understand the connection between legitimacy and taxes I will first explain legitimacy in detail and different variations of legitimacy. Thereafter I will explain how the Icelandic tax system is built up. I will then look into how the public’s opinion on taxes and tax evasion is in Iceland based on both gender, age, and education level. The main findings in this paper were that the Icelandic people are in general well aware of the wrongdoing of tax evasion and most people in Iceland do not participate in such activity.  Although more people do participate in tax evasion than admit their wrongdoing.

Styrktaraðili: 
 • Rannís
Samþykkt: 
 • 12.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MargretJakobsdottir_lokaeintak_12.maí2020.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirskrift fyrir skemmu vegna lokaritgerðar.pdf5.67 MBLokaðurYfirlýsingPDF