is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35223

Titill: 
  • Grænir skattar á Íslandi: Hvernig er kolefnisgjöldum háttað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til þess að bregðast við þeirri umhverfisvá sem vofir yfir hafa stjórnvöld víða um heim lagt á græna skatta til þess að draga úr mengun og stuðla að betra umhverfi. Einn helsti græni skatturinn sem stjórnvöld notast við eru kolefnisgjöld sem lögð eru á jarðefnaeldsneyti til að draga úr koltvísýring í andrúmsloftinu. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. lagt kolefnisgjöld á jarðefnaeldsneyti hérlendis til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort íslensk kolefnisgjöld standist kostnaðar- og ábatagreiningu miðað við svokallaðan samfélagskostnað kolefnis og hvernig þeim er háttað miðað við kolefnisgjöld í Svíþjóð og Frakklandi. Fjallað er um ytri áhrif, en stjórnvöld notast við græna skatta til þess að leiðrétta fyrir ytri áhrifum, kosti og galla grænna skatta og almennt um græna skattlagningu. Þá er fjallað um græna skatta á Íslandi, einkum kolefnisgjöld ásamt umfjöllun um skattaívilnanir sem stjórnvöld veita fyrir vistvæn ökutæki en slíkar ívilnanir ýta undir minni losun koltvísýrings líkt og kolefnisgjöld. Í kjölfarið er samfélagskostnaður kolefnis skoðaður og fjallað er um líkan sem mælir slíkan kostnað, svokallað DICE líkan. Ef samfélagskostnaður kolefnis er hærri en kolefnisgjald á hvert tonn af koltvísýring ætti kolefnisgjaldið að standast kostnaðar- og ábatagreiningu. Samkvæmt DICE líkaninu sem tekið verður fyrir í ritgerðinni standast íslensk kolefnisgjöld kostnaðar- og ábatagreiningu. Að lokum eru íslensk kolefnisgjöld borin saman við kolefnisgjöld í Svíþjóð og Frakklandi, en kolefnisgjöld í Svíþjóð eru vel skipulögð og hafa leitt til 26,8% minnkunar í losun koltvísýrings. Frönsku kolefnisgjöldin hafa hins vegar ekki notið mikillar velgengni vegna mótmæla gulu vestanna sem áttu sér stað árið 2018 í kjölfar hækkunar á kolefnisgjöldum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_sk_EBR.pdf96.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BSritgerd_ElinBjarney_2_hag.pdf968.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna