is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35224

Titill: 
  • „Besta ákvörðun sem ég hef tekið var að skipta um skóla“ Upplifun ungmenna sem hafa skipt um framhaldsskóla, skólaval og viðhorf til framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að fá innsýn í val ungmenna, sem skiptu um skóla á framhaldsskólastiginu, á skóla og skoða hverja þau töldu hafa verið helstu þættina sem höfðu áhrif á valið. Einnig var lögð áhersla á að varpa ljósi á mögulegar ástæður fyrir því að þau skiptu um skóla, hver upplifun þeirra var af skólaskiptunum og að skoða reynslu ungmennanna af skólunum sem þau völdu og sóttu. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð og byggir á viðtölum við átta ungmenni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á ýmsa þætti sem ungmennin töldu að hefðu skipt miklu um val þeirra á skóla. Skýrt munstur var á því hvort skólavalið væri út frá skóla eða námsbraut. Helmingurinn virtist frekar hafa valið sér nám út frá skóla en þeir nemendur sem völdu skóla út frá námi voru annað hvort að velja listnám eða tengt þeirri íþrótt sem þeir stunduðu. Þeir þættir sem virtust hafa áhrif á skólaval viðmælenda var vinir og jafnaldrar, úr bæði grunnskóla og þeim íþróttum sem þeir stunduðu, nálægð skólans við heimili og námsframboð. Skólaskipti virtust helst verða hjá viðmælendum þegar áhugi þeirra á námi fór dvínandi eða vegna vilja þeirra til að skipta um námsbraut. Áhrif foreldra komu helst fram þegar viðmælendur vildu skipta úr fyrsta framhaldsskólanum sem þeir höfðu sótt við lok grunnskóla. Foreldrar hvöttu ungmennin þá frekar til að skipta um skóla heldur en að hætta í námi. Einnig sýndu niðurstöður fram á sterk viðhorf viðmælenda til framhaldsskóla bæði þeirra sem þeir höfðu sótt og annarra í samfélaginu og það hafði jafnframt áhrif bæði á val þeirra á framhaldsskóla og á skólaskipti þeirra. Vonast er til að niðurstöðurnar verði gagnlegar bæði fyrir náms- og starfsráðgjafa sem og annað starfsfólk innan skólasamfélagsins. Að þær auki skilning á hvernig nemendur framkvæma skólaval sitt og þeim ástæðum sem geta ýtt undir ákvörðun ungmenna um að skipta um skóla. Með aukinn skilning í farteskinu væri hægt að aðstoða nemendur enn frekar við skólaval þeirra á framhaldsskólastigi með áhuga þeirra á námi sem leiðarljós, ásamt því að styðja nemendur þannig að ávinningur þeirra af skólaskiptunum yrði í forgangi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to gain insight into the choices of young people who have switched schools on the college level and get their view on the reasons why they made that decision and how this change affected them, as well as their opinion and experience of the schools they chose to attend. The research is qualitative and is based on interviews with eight students. The results of the study indicated various factors that the students thought mattered quite when it came to their choice of schools. A pattern emerged regarding whether the choice to switch schools was based on the school itself or the field of study being pursued, with half the students basing their choice on the school itself. Among the students that chose schools based on academic courses, they were either enrolling in art courses or courses connected to the sports each individual engaged in. Factors that include these choices ranged from friends from former schools and peers from sports clubs, to the proximity of the school to the individuals ́ homes and academic programs available at the school. A common precursor to changing schools among interviewees was a decrease in interest in current academics that coincided with willingness to change. The influence of parents was evident especially when students wanted to change from their first choice of school after finishing elementary school. Parents tended to encourage the students to switch schools rather than drop out. The results also indicated that the students interviewed felt strongly towards colleges, both the ones they had attended and other colleges in their community and this affected both their choice of college and the reasons for switching. The results of this study may be useful for educational and vocational guides as well as others working in the school environment. The research will hopefully add to the understanding on how students conclusion to switch schools and how they decide upon which one to attend. With added understanding it would be possible to better assist students choosing a college with their interest as the main focus, alongside enforcing the students so that such a change is beneficial to them.

Samþykkt: 
  • 12.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð, lokaskjal, Hrafney.pdf583.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hrafney, yfirlýsing Skemman.pdf274.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF