is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35226

Titill: 
  • Aðkoma foreldra að námsvali ungmenna við lok grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu og upplifun ungmenna að ákvarðanaferlinu um námsval við lok grunnskóla. Ekki hefur áður verið rætt við ungmenni um aðkomu foreldra þeirra í ákvarðanaferlinu. Sérstök áhersla var lögð á samræður þeirra við foreldra um námsvalið og stuðning og hvatningu í gegnum þær. Jafnframt var sjónum beint að sjálfstæðri ákvörðun ungmenna um námsval sitt og hvort foreldrar hafi haft áhrif þar á. Rannsóknin er byggð á átta viðtölum við framhaldsskólanema og niðurstöður hennar gefa til kynna að foreldrar hafi verið virkir í ákvarðanaferli barna sinna um val á námi við lok grunnskóla. Foreldrar lögðu hins vegar meiri áherslu á að velja skóla fremur en námsleið innan hans. Ungmennin upplifðu samræður við foreldra sína hvetjandi og styðjandi og að þeir hafi viljað börnum sínum það besta við þessi tímamót. Niðurstöðurnar benda þó til þess að lítill hluti ungmenna hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um val á framhaldsskóla og að þau hafi verið óörugg, óviss og leitandi við val á námsleið innan skólans. Upplýsingar úr rannsókn sem þessari koma vonandi að góðum notum starfandi náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum að því leyti að þær nýtast vel inn í fræðslu og ráðgjöf til nemenda og foreldra áður en ákvörðun um val og leiðir í framhaldsnámi er tekin.

Samþykkt: 
  • 12.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman-MA ritgerd ÞSM.pdf932.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing um medferd MAritgerd.pdf350.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF