is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35232

Titill: 
  • "Það er svo mikill fókus í okkar námi á bóknám": Áskoranir í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á ráðgjöf um starfsnám
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var annarsvegar að varpa ljósi á þær áskoranir sem náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum landsins standa frammi fyrir með áherslu á ráðgjöf um starfsnám. Hinsvegar var kannað hver sé sýn þeirra á að nemendur velji síður starfsnám en bóknám við lok grunnskólans. Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við sjö náms- og starfsráðgjafa. Helstu niðurstöður sýndu að viðmælendurnir eru störfum hlaðnir og persónuleg ráðgjöf tekur stærsta hluta tímans í starfinu. Þeir telja náms- og starfsfræðslu vera ábótavant og að lítið svigrúm sé í grunnskólanum til að flétta hana inn í skólastarfið. Það bitni meðal annars á fræðslu og ráðgjöf tengdri starfsnámi, en hún sé tímafrekari en fræðsla og ráðgjöf tengd bóknámi. Þeir telja sig ekki skorta þekkingu á starfsnámi né vera hallir undir bóknám en grunnskólinn er að þeirra mati mjög bóknámsmiðaður. Allir telja að tengsl við atvinnulífið ættu að vera meiri og að stefna stjórnvalda þurfi að vera skýrari hvað varðar náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum, náms og starfsfræðslu og að skilgreinda námsskrá vanti. Náms- og starfsráðgjafarnir telja að val á námi að loknum grunnskóla snúist fyrst og fremst um val á skóla fremur en námsbraut. Þeir telja foreldra hafa mest áhrif á val nemenda, en auk þess telja þeir að ríkjandi ímynd og vinir hafi töluverð áhrif og að nemendur séu óákveðnir varðandi val á námi við lok grunnskólans. Allir telja þeir að aukinn áhugi nemenda á starfsnámi hafi birst undanfarið og að viðhorf til þess séu að breytast. Í ljósi þessara niðurstaðna er vonast til að sjónarhorn náms- og starfsráðgjafa á málefnið geti reynst gagnlegt fyrir stjórnvöld, atvinnulíf, starfsfólk grunnskóla og aðra sem láta sig málefnið varða og geti átt aðild að lausn vandans.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing fyrir Skemmu undirrituð.pdf279.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal - Skemman.pdf668.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna