is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35234

Titill: 
 • „Fólk er óupplýst“: Reynsla pólskra innflytjenda á Íslandi af mati og viðurkenningu á menntun og starfsreynslu í löggiltum iðngreinum
 • Titill er á ensku "People are uninformed": The experience of Polish immigrants in Iceland of the evaluation and recognition of education and work experience in certified trades
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu pólskra innflytjenda á Íslandi af mati og viðurkenningu á menntun og starfsreynslu sinni í löggiltum iðngreinum. Rannsóknin byggir á viðtölum við níu pólska innflytjendur og tvo íslenska fagaðila á þessu sviði.
  Niðurstöður benda til þess að flestir pólsku viðmælendurnir hafi ekki vitað um möguleika á að fá starfsréttindi sín viðurkennd á Íslandi til að starfa í löggiltri iðngrein fyrr en einhverjum árum eftir komuna til Íslands. Upplýsingagjöf barst þeim fyrst og fremst frá tengslaneti. Þeir sögðust almennt hafa góða upplifun af samskiptum við umsagnaraðila í matsferlinu en höfðu reynslu af óskilvirkni kerfisins. Næstum helmingur þeirra fór í gegnum mat og viðurkenningu án teljandi vandkvæða. Skortur á upplýsingum, vanþekking á íslensku kerfi og þröng skilgreining reglugerðar á skilyrðum voru helstu hindranir í ferlinu.
  Flestir þátttakendur þurftu ekki viðurkenningu á starfsréttindum til að starfa í sinni starfsgrein. Allir höfðu þó eindreginn vilja til að fá hana og töldu hana eftirsóknarverða. Hún skipti flesta miklu máli, oftast sem staðfesting á hæfni þeirra gagnvart öðrum. Viðurkenningin hafði ekki í för með sér miklar breytingar að því leyti að flestir voru í sama starfi og með sömu laun og áður. Þeir mæltu þó með henni og töldu hana auka möguleika í framtíðinni. Fyrir næstum helming þeirra var viðurkenningin forsenda áframhaldandi dvalar hér á landi. Helstu tillögur að umbótum í viðurkenningarferlinu snérust um að upplýsa innflytjendur strax við komu til landsins um þessa leið, styrkja hlutverk vinnuveitenda og stéttarfélaga í að upplýsa og aðstoða innflytjendur, auka sveigjanleika kerfisins og úrræði.
  Rannsóknin hefur hagnýtt gildi fyrir matsaðila, umsagnaraðila, aðila vinnumarkaðarins og fagmenn sem vinna með fullorðnum innflytjendum. Vonast er til að niðurstöður geti aukið skilning á stöðu innflytjenda og hvatt til umbóta.

Samþykkt: 
 • 13.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Irena_H_Kolodziej_MA_Lokaverkefni.pdf826.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Irena_H_K_Yfirlýsing_Skemman.pdf252.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF