is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35236

Titill: 
  • Andstyggilegar konur: Skaðlegar karlmennskuhugmyndir Donald Trump
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru skaðlegar karlmennskuhugmyndir Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, til umfjöllunar. Kynntar eru helstu kenningar fræðimanna um kyn og kyngervi; kynjakerfið; karlmennsku og kvenleika, ásamt því að farið verður yfir hugmyndir um kyn í stjórnmálum. Gerð er grein fyrir þremur þjóðfélagshópum þar sem framkoma Trump hefur komið hvað skýrast fram, og eru þeir hópar eftirfarandi: valdamiklar konur, valdamiklir karlar og undirskipaðir karlar. Tilvikin þrjú eru tengd fyrrnefndum fræðikenningum og ljósi varpað á það með hvaða hætti hin skaðlega karlmennska birtist, bæði í orðum og gjörðum forsetans. Orðræðugreining fræðimannsins Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar er enn fremur höfð til hliðsjónar við greiningu viðfangsefnisins.
    Umfjöllun ritgerðarinnar sýnir að megineinkenni skaðlegrar karlmennsku birtast með skýrum hætti bæði í orðalagi og framkomu Donald Trump gagnvart þeim hópum sem teknir voru til skoðunar. Helstu birtingarmyndir þess eru kynjuð orðræða með notkun merkingarbærra orða sem einkennast af hugmyndum um karllæg yfirráð; upphafning ríkjandi karlmennsku og lítillækkun annarra tegunda; og valdmannsleg líkamstjáning. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að slík hegðun sé kerfisbundin í samfélaginu og stuðli að því að viðhalda rótgrónu kynjakerfi sem hallar á konur og stendur vörð um hagsmuni karla.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrietEinarsdottir_Lokaskil_12mai20.pdf430.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Briet.pdf231.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF