Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35237
Í þessari ritgerð er rannsakað hvernig Carl Gustav Jung túlkar Díónýsos í heimspeki Friedrich Nietzsches og hvernig sú túlkun birtist í greiningu hans á verkinu Svo mælti Zaraþústra. Díónýsos er guð víns, gleðskapar og leikhússins í grískri goðafræði. Í fyrsta kafla er goðsögnin um Díónýsos rakinn og sýnt hvernig Nietzsche notar hann í sínu fyrsta verki, þar sem túlkunin er fagurfræðileg, og síðheimspeki sinni, þar sem Díónýsos er orðinn að lífssýn. Einnig er rætt viðhorf Jungs til Díónýsosar og díónýsíska vandamálsins sem Jung telur að sé trúarlegt vandamál og leysir það með að sameina andstæðurnar Krist og Díónýsos. Í öðrum kafla er sýnt hvernig þýsk heimspeki leiddi Jung að heimspeki Nietzsches og Díónýsosi. Einnig er rakið hvernig Jung komst auglitis til auglitis við dulvitundina en hann fer í mikla sjálfsskoðun og telur að Nietzsche hafi gengið í gegnum það sama, en ekki komið heill til baka. En þetta er hægt að kalla hina díónýsísku reynslu Jungs. Svo er sýnt hvernig Jung notar Díónýsos í verkum sínum, Breytingar og táknmyndir libídósins, þar sem hann talar um hvernig libídóið snýr aftur til dulvitundarinnar sem minnir á endurfæðingu Díónýsosar, og Sálfræðilegum gerðum, þar sem hann flokkar Díónýsos samkvæmt tegundafræði sinni. Þriðji kafli fjallar um aðalpersónu Svo mælti Zaraþústra og rakið hvaðan nafnið kemur, en það kemur frá Zoroaster sem boðaði það að baráttan á milli góðs og ills stjórni framvindu lífsins. Einnig er talað um hvernig þemu bókarinnar minna á sögur úr Þúsund og einni nótt og Biblíuni. Fjórði kafli sýnir okkur hvernig túlkun Jungs á Díónýsosi endurspeglast í Zaraþústra. Ein af birtingarmyndum Díónýsosar, Wotan, er fyrirferðarmikill í verkinu, en hann er pólitísk birtingarmynd Díónýsosar. Sýnt er hvernig hægt er að finna hugmyndir um endurfæðingu Díónýsosar í kenningum Nietzsches um hina eilífu endurkomu og ofurmenninu, þar sem koma ofurmennsins er túlkuð sem eins konar endurfæðing eða endurnýjun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Í garði Díónýsosar - MA Ritgerð - Arnar B. Einarsson.pdf | 454,88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Skemman.jpg | 35,71 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |