is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35238

Titill: 
 • Fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins: Skipulag, útgjöld og vandi Landspítalans
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Reglulega er vandi heilbrigðiskerfisins hér á landi til umræðu. Undanfarið hafa stjórnmálamenn og stjórnendur Landspítalans deilt sín á milli um hver vandi heilbrigðiskerfisins er. Stjórnmálamenn benda á að útgjöld til heilbrigðiskerfisins hafi aukist undanfarin ár og stjórnendur Landspítalans benda á að forgangsröðun til heilbrigðiskerfisins í heild sé vandamálið.
  Samanburður á útgjöldum til heilbrigðismála á hvern einstakling milli Íslands, Svíþjóðar og Finnlands bendir til þess að íslenska heilbrigðiskerfið stenst fyllilega samanburð ef horft er til lýðfræðilegrar þróunar, lega á sjúkrahúsum og fjölda sjúkrarúma. Fjármögnun heilbrigðiskerfanna er samþætt (blönduð) en DRG framleiðslutengd fjármögnun hefur verið tekin í notkun í Finnlandi og Svíþjóð í bland við fasta fjármögnun. Á Landspítalanum hefur dregist mjög á langinn að innleiða DRG kerfið. Heilbrigðisþjónustan á Íslandi hefur fram að þessu verið illa skilgreind sem veldur því að ekki er fyrirséð hvert sjúklingur skal leita með vandamál sín.
  Framleiðsluþáttanotkun Landspítalans fer minnkandi en útgjöld hafa aukist. Bendir það til þess að framleiðni spítalans sé að minnka. Uppbygging hjúkrunarheimila hefur ekki fylgt mannfjöldaþróun í aldursflokknum 80 ára og eldri og núverandi kerfi heilsugæslunnar styður ekki nægilega vel við starfsemi Landspítalans.
  Ekki verður séð að aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins muni leysa fráflæðisvanda spítalans en hinsvegar er unnt að skipuleggja þjónustuna betur og gera heilbrigðisþjónustuna skilvirkari í heild sinni. Covid-19 faraldurinn hefur sýnt að það er mögulegt án þess að skerða þjónustu við sjúklinga.

Samþykkt: 
 • 13.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_lokaverkefni_Petur_Magnus_Birgisson.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_um_medferd_lokaverkefnis_Petur_Magnus_12 5 2020.pdf279.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF