is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35241

Titill: 
  • Helgigripur eða veisluklæði?: Reglufesta og hefðarrof í notkun íslenskra þjóðbúninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hafa verið uppi hugmyndir um „rétt útlit“ íslenskra þjóðbúninga, þ.e. að einhver ein útfærsla á þjóðbúningum sé réttari en önnur. Þetta sést meðal annars hjá Sigurði málara (1833-1874), en hann vildi varðveita sérkenni íslenska búningsins, honum líkaði ekki þær breytingar sem urðu á íslenskum fatnaði með áhrifum evrópskrar fatatísku. Þjóðbúningarnir héldu þó áfram að þróast og um aldamótin 2000 var stofnað Þjóðbúningaráð sem hafði það að markmiði að varðveita íslensku búningana.
    Í ritgerðinni er fjallað um afstöðu fólks til þeirrar forskriftar eða reglna sem við lýði eru um gerð og notkun íslenskra þjóðbúninga. Könnuð eru viðhorf bæði sérfræðinga og leikmanna og skoðanir þeirra bornar saman með tilliti til atvinnu og aldurs. Með hjálp viðtala við fagfólk og notendur þjóðbúninga er í ritgerðinni grafist fyrir um viðhorf notenda búninganna til gerðar og notkunar þeirra. Skoðaðar verða þær reglur og viðmið sem gilda um þjóðbúningana og velt upp hlutverki sérfræðinga á sviði þjóðbúningasauma við að skapa og miðla hugmyndum um gerð og notkun.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ekki virðast gilda fastar reglur um notkun þjóðbúninga, heldur vilja notendur búningana oft líta á þau viðmið sem sérfræðingar gefa út sem fastar reglur. Svo virðist sem yngra fólk vilji frekar nota breytta búninga en þeir sem eldri eru og halda þeir eldri þá frekar í þá hefðbundnu búninga sem Þjóðbúningaráð og aðrir sérfræðingar hafa teflt fram á vefsíðum sínum og í öðrum leiðbeiningum. Þá séu sérfræðingar ekki endilega þjóðbúningalöggan sem segir fólki til um rétta notkun búningsins heldur er hún innra með fólki sem er meðvitað um þau viðmið sem sérfræðingar setja fram og alltaf viðbúin athugasemdum um notkun þjóðbúninga.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_buin.pdf193.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð rétt eintak.pdf713.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna