is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35242

Titill: 
 • Námsefni í ensku á grunnskólastigi. Undirbúningur og framkvæmd
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er rannsóknarritgerð þar sem heimilda er aflað með því að skoða aðalnámskrár grunnskóla í erlendum tungumálum. Rannsakað er áhrif enskunnar á íslenska tungu, kynntar niðurstöður kannana sem sendar voru á grunnskólakennara, vinna starfshóps skoðuð ástamt greinum, bókum og lögum og reglugerðum. Markmiðið er að greina frá því hvaða undirbúningur er nauðsynlegur áður en ný námsgögn verða til.
  Aðalnámskrár grunnskóla frá árinu 1976 til dagsins í dag voru skoðaðar og rýnt í þær breytingar sem orðið hafa á greininni erlend tungumál á þessum árum. Þar má helst nefna stafræna tækni sem hefur haft gífurleg áhrif á framgang enskunnar, börn dagsins í dag hafa greiðan aðgang að enskri tungu í gegnum snjalltæki og sjónvarp.
  Höfundur kynnti sér einnig rannsóknina „Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis“ sem skoðar breytingar á ytra umhverfi íslenskunnar sem eru meiri en nokkru sinni áður í málsögunni og fylgifiskur flestra þessara breytinga er aukin enskunotkun. Sem dæmi um samfélagslegar breytingar væri til dæmis fjölgun á erlendum ferðamönnum, mikil fjölgun erlendra starfsmanna á Íslandi og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Einnig má nefna tæknilegar breytingar, einkum snjalltækjavæðinguna sem sítengir fólk við erlendan menningarheim þar sem afþreyingarefnið er ekki þýtt og oftast á ensku. Loks má bæta við gagnvirkjum tölvuleikjum þar sem samskiptin fara fram á ensku.
  Til þess að rannsaka hvaða og hvers konar námsefni í ensku vantaði helst í íslenskum grunnskólum var send könnun á enskukennara og greint er frá niðurstöðunni í ritgerðinni. Einnig var starfshópur að störfum til að meta með okkur og taka ákvörðun um hvaða ensku námsefni frá Norðurlöndunum og Búlgaríu hentaði til útgáfu fyrir íslensk grunnskólabörn. Þá er rakin sú vinna sem fer fram hjá ritstjóra Menntamálastofnunar þegar ný kennslubók verður til, frá hugmynd þar til hún fer í dreifingu í skóla.

Samþykkt: 
 • 13.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdskil.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing1.pdf81.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF